Sóknarprestur er sammála Siðmennt 25. júlí 2013 07:00 Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sérstaka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sammála. Það eina sem ég vil gagnrýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi lesskilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félagsins, sidmennt.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sérstaka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sammála. Það eina sem ég vil gagnrýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi lesskilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félagsins, sidmennt.is.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun