Sóknarprestur er sammála Siðmennt 25. júlí 2013 07:00 Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sérstaka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sammála. Það eina sem ég vil gagnrýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi lesskilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félagsins, sidmennt.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sérstaka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sammála. Það eina sem ég vil gagnrýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi lesskilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félagsins, sidmennt.is.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar