Hvað er hægri, Katrín? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 17. október 2013 06:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið og leitast við að draga skarpar pólitískar línur milli fyrrverandi og núverandi stjórnarflokka. Er það kjarninn í málflutningi Katrínar að stjórnarstefnan, sem birtist m.a. í fjárlagafrumvarpinu, marki stefnuna aftur til hægri. Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið. Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi. Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar. Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?Enginn sómi Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans. Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur. Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?Skrítnar áherslur Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins. Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands. Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna. Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið og leitast við að draga skarpar pólitískar línur milli fyrrverandi og núverandi stjórnarflokka. Er það kjarninn í málflutningi Katrínar að stjórnarstefnan, sem birtist m.a. í fjárlagafrumvarpinu, marki stefnuna aftur til hægri. Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið. Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi. Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar. Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?Enginn sómi Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans. Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur. Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?Skrítnar áherslur Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins. Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands. Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna. Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri?
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun