
Hvað er hægri, Katrín?
Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið.
Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi.
Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar.
Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?
Enginn sómi
Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans.
Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur.
Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum.
Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?
Skrítnar áherslur
Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins.
Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands.
Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna.
Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri?
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar