Þessi bíll hefur verið draumur ungra ökumanna sem vilja geta sprett úr spori án þess að borga mikið fyrir bíl. Nýi bíllinn er sannarlega öflugur og sendir 268 hestöfl til allra hjólanna og er 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann verður aðeins boðinn í sedan útfærslu en fyrri gerðir hans voru bæði boðnar þannig og í stallbaksútfærslu.
Nýi bíllinn þykir alltof hófstilltur í útliti og líta út eins og hver annar fólksbíll þrátt fyrir að þar fari úlfur í sauðargæru. Felgur bílsins þykja of smár og brettaumgerðin þykir ekki eins grimm og bínum sæmir og sama á við um vindkljúfa bílsins.
