Vegabréf á vefslóðum Þorleifur Gunnarsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Að beiðni innanríkisráðherra hefur Þjóðskrá Íslands þróað nýja rafræna auðkenningarleið inn á einstaklingsmiðaða vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Óhætt er að segja að um sé að ræða tímamót í rafrænni stjórnsýslu en auðkenningarleiðina hefur Þjóðskrá nefnt Íslykil. Íslykill samanstendur af kennitölu og lykilorði, en ef þörf er á auknu öryggi er hægt að styrkja Íslykilinn með talnarunu sem send er sem SMS í farsíma. Jafnframt hefur Þjóðskrá Íslands opnað nýtt heildstætt auðkenningarkerfi þar sem val er um Íslykil, styrktan Íslykil og rafræn skilríki á snjallkorti. Með auðkenningarkerfi Ísland.is er lagður grunnurinn að því að Íslendingar geti sótt allar opinberar upplýsingar í gegnum netið, jafnvel um sín viðkvæmustu einkamál, notið hvers slags opinberrar þjónustu og kosið.Starfshópur innanríkisráðherra Forsaga þessa máls er sú að 26. júní á síðasta ári skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stýrihóp um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn skilaði tveimur megintillögum í október sl., annars vegar frumvarpi sem orðið er að lögum og heimilar rafrænar íbúakosningar og hins vegar ofangreindum auðkenningarleiðum. Stýrihópurinn lagði til að rekstur og þjónusta rafrænna auðkenninga yrði miðlæg á vefsvæðinu Ísland.is og þannig skapaður rammi um rafrænar auðkenningar, nokkurs konar vegabréf á vefslóðum. Til að gera langa sögu stutta gerði innanríkisráðherra tillögur stýrihópsins að sínum, afhenti Þjóðskrá verkefnið og lagði sitt af mörkum til að Þjóðskrá fengi það fjármagn sem til þurfti.Fullt forræði hins opinbera Það er mikilvægt að opinberir aðilar hafi fullt forræði yfir þeim auðkenningarleiðum sem notaðar eru á opinberum vefjum eða í samskiptum við opinbera aðila og í raun ætti að skilgreina auðkenninguna sem ómissandi upplýsingainnviði. Hingað til hefur fyrst og fremst verið boðið upp á tvær leiðir inn á rafræna opinbera þjónustu. Annars vegar veflykil ríkisskattstjóra og hins vegar rafræn skilríki. Þessar leiðir mæta ekki þörfum fyrir almenna opinbera stjórnsýslu á Íslandi. RSK-lykillinn er eingöngu í boði fyrir 16 ára og eldri en þörf er á auðkenningu fyrir yngri aldurshópa og hann skortir aðra fjölbreytni sem Íslykillinn býður upp á. Þau rafrænu skilríki sem notuð eru í dag eru flest í eigu fjármálastofnana og hefur notkun þeirra ekki náð sér á strik. Ekki er raunhæft að reikna með mikilli aukningu í notkun rafrænna skilríkja í nánustu framtíð eða ekki fyrr en þau verða notendavænni en þau eru í dag. Rafræn skilríki í einhverri mynd eru þó nauðsynleg fyrir stóra fjármálagjörninga, aðgang sérfræðinga að sjúkraskrám o.s.frv.Stjórnsýsla 21. aldar Þrátt fyrir það að Íslendingar séu fremstir þjóða hvað varðar tölvueign og tölvufærni erum við aftarlega í flestum mælingum hvað varðar rafræna stjórnsýslu. Það er ljóst að íbúunum er ekki um að kenna heldur hinu opinbera. Sú ákvörðun innanríkisráðherra að fela Þjóðskrá Íslands uppbyggingu opinbers auðkenningarkerfis er mikilvægt skref í átt til stjórnsýslu 21. aldarinnar. Stjórnsýslu þar sem allir íbúar, hvar sem þeir búa á landinu, geta sótt og skilað upplýsingum, sótt um þjónustu, fyllt út eyðublöð og kosið á netinu í gegnum öruggar auðkenningar í eigu hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að beiðni innanríkisráðherra hefur Þjóðskrá Íslands þróað nýja rafræna auðkenningarleið inn á einstaklingsmiðaða vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Óhætt er að segja að um sé að ræða tímamót í rafrænni stjórnsýslu en auðkenningarleiðina hefur Þjóðskrá nefnt Íslykil. Íslykill samanstendur af kennitölu og lykilorði, en ef þörf er á auknu öryggi er hægt að styrkja Íslykilinn með talnarunu sem send er sem SMS í farsíma. Jafnframt hefur Þjóðskrá Íslands opnað nýtt heildstætt auðkenningarkerfi þar sem val er um Íslykil, styrktan Íslykil og rafræn skilríki á snjallkorti. Með auðkenningarkerfi Ísland.is er lagður grunnurinn að því að Íslendingar geti sótt allar opinberar upplýsingar í gegnum netið, jafnvel um sín viðkvæmustu einkamál, notið hvers slags opinberrar þjónustu og kosið.Starfshópur innanríkisráðherra Forsaga þessa máls er sú að 26. júní á síðasta ári skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stýrihóp um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn skilaði tveimur megintillögum í október sl., annars vegar frumvarpi sem orðið er að lögum og heimilar rafrænar íbúakosningar og hins vegar ofangreindum auðkenningarleiðum. Stýrihópurinn lagði til að rekstur og þjónusta rafrænna auðkenninga yrði miðlæg á vefsvæðinu Ísland.is og þannig skapaður rammi um rafrænar auðkenningar, nokkurs konar vegabréf á vefslóðum. Til að gera langa sögu stutta gerði innanríkisráðherra tillögur stýrihópsins að sínum, afhenti Þjóðskrá verkefnið og lagði sitt af mörkum til að Þjóðskrá fengi það fjármagn sem til þurfti.Fullt forræði hins opinbera Það er mikilvægt að opinberir aðilar hafi fullt forræði yfir þeim auðkenningarleiðum sem notaðar eru á opinberum vefjum eða í samskiptum við opinbera aðila og í raun ætti að skilgreina auðkenninguna sem ómissandi upplýsingainnviði. Hingað til hefur fyrst og fremst verið boðið upp á tvær leiðir inn á rafræna opinbera þjónustu. Annars vegar veflykil ríkisskattstjóra og hins vegar rafræn skilríki. Þessar leiðir mæta ekki þörfum fyrir almenna opinbera stjórnsýslu á Íslandi. RSK-lykillinn er eingöngu í boði fyrir 16 ára og eldri en þörf er á auðkenningu fyrir yngri aldurshópa og hann skortir aðra fjölbreytni sem Íslykillinn býður upp á. Þau rafrænu skilríki sem notuð eru í dag eru flest í eigu fjármálastofnana og hefur notkun þeirra ekki náð sér á strik. Ekki er raunhæft að reikna með mikilli aukningu í notkun rafrænna skilríkja í nánustu framtíð eða ekki fyrr en þau verða notendavænni en þau eru í dag. Rafræn skilríki í einhverri mynd eru þó nauðsynleg fyrir stóra fjármálagjörninga, aðgang sérfræðinga að sjúkraskrám o.s.frv.Stjórnsýsla 21. aldar Þrátt fyrir það að Íslendingar séu fremstir þjóða hvað varðar tölvueign og tölvufærni erum við aftarlega í flestum mælingum hvað varðar rafræna stjórnsýslu. Það er ljóst að íbúunum er ekki um að kenna heldur hinu opinbera. Sú ákvörðun innanríkisráðherra að fela Þjóðskrá Íslands uppbyggingu opinbers auðkenningarkerfis er mikilvægt skref í átt til stjórnsýslu 21. aldarinnar. Stjórnsýslu þar sem allir íbúar, hvar sem þeir búa á landinu, geta sótt og skilað upplýsingum, sótt um þjónustu, fyllt út eyðublöð og kosið á netinu í gegnum öruggar auðkenningar í eigu hins opinbera.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun