Hvað er lesblinda? Sturla Kristjánsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Lesblinda er ekki meðfædd, ekki sjúkdómur sem fólk fær eða er með – lesblinda er árangur misheppnaðrar lestrarkennslu. Þeir, sem hugsa í þrívíðum myndum, eru sagðir lesblindir þegar lestrarkennsla þeirra, byggð á hljóðun bókstafa og hljóðmyndum orða, gengur ekki upp. Lestrarkennsla, sem byggð er á merkingarmyndum orða, er þeim nauðsynleg til árangurs. Myndhugsandi læra lestur með því að upplifa merkingu orða. Tungumálið er manngert verkfæri þróað til samskipta og málnotkunin er því lærð færni en ekki meðfæddur hæfileiki eða eðlislægur. Aftur á móti er skynjun okkur meðfædd eða eðlislæg – við upplifum að vera til og upplifum tengsl við umhverfið – „lesum“ umhverfið – okkur til bjargar og afkomu. Skynjun leiðir af sér hugsun og hugsunin gerir okkur fært að leysa verkefni – gera óþekkta hluti þekkta og gera síðan það þekkta óþekkjanlegt! Að upplifa skynjun er því reynsla sem leiðir af sér skynsemi, vit eða greind. Maðurinn er ekki með viti borinn, að vita og þekkja er afrakstur reynslu – án reynslu er engin þekking. Það sem við upplifum ekki hefur enga merkingu fyrir okkur. Skynjun og upplifun veruleikans gefur okkur merkingarmyndir – merkingarmyndir sem eru nauðsynlegar máltökunni. Að tala er að segja frá því sem við höfum upplifað. Við munum eða endurlifum fyrri reynslu í huganum og lærum hljóðmyndir fyrir merkingarmyndir reynslunnar. Upplifun merkingar og hugsun eru forsendur talmáls sem síðan leiðir af sér ritmál. Máltakan hefst með talmálinu, – hlustun og tali, – en notkun ritmáls, – lestur og ritun, – er lokaþátturinn. Án lestrar er máltakan ekki fullkomnuð.Lesblinduleiðrétting Myndræn skynjun og myndhugsun er okkur meðfædd en þegar við lærum að tala förum við að hugsa í orðum eða hljóðmyndum orða í stað merkingarmynda. Hljóðmyndir orða eru síðan varðveittar í rituðu máli eða sjónmyndum sem raðað er saman úr táknum – bókstöfum. Börn læra að tala í faðmi fjölskyldunnar. „Kennslan“ er óformleg og stjórnast mest af áhuga og getu barnsins. Þegar börnin koma í skóla, hefst formleg lestrarkennsla. Öllum eru ætluð sömu viðfangsefni, sömu aðferðir og sami árangur á sama tíma. Flestum farnast vel, en þó eru alltaf nokkur sem sjá lítinn árangur. Kennslan hentar þeim ekki, þau læra ekki að lesa, þau læra að geta ekki lært að lesa – þau læra að vera lesblind. Myndræn börn, sem ekki njóta lestrarkennslu við hæfi, ná ekki valdi á lestri og eru sögð lesblind. Þau lenda síðan í afleiddum erfiðleikum þegar fram í sækir og námsárangur byggist æ meir á lestri námsbóka. Getur þá svo farið að góðir námsmenn gefist upp og hverfi frá námi, jafnvel að ráði skólans. Það er aldrei of seint fyrir myndhugsuði, sem hafa „lært“ lesblindu, að fara í endurhæfingu – losna við lesblinduna og fara að njóta hæfileika sinna. Lesblindan er lærð og þeir sem læra hana eiga þá náðargáfu að geta hugsað í myndum – upplifað hugsanir sem myndskeið. Með lesblinduleiðréttingu má ná fullkomnum tökum á lestri og útrýma þannig „lesblindunni“. Lesblinduleiðrétting hentar öllum, sem ekki hafa notið lestrarkennslu við hæfi og eru því sagðir lesblindir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Lesblinda er ekki meðfædd, ekki sjúkdómur sem fólk fær eða er með – lesblinda er árangur misheppnaðrar lestrarkennslu. Þeir, sem hugsa í þrívíðum myndum, eru sagðir lesblindir þegar lestrarkennsla þeirra, byggð á hljóðun bókstafa og hljóðmyndum orða, gengur ekki upp. Lestrarkennsla, sem byggð er á merkingarmyndum orða, er þeim nauðsynleg til árangurs. Myndhugsandi læra lestur með því að upplifa merkingu orða. Tungumálið er manngert verkfæri þróað til samskipta og málnotkunin er því lærð færni en ekki meðfæddur hæfileiki eða eðlislægur. Aftur á móti er skynjun okkur meðfædd eða eðlislæg – við upplifum að vera til og upplifum tengsl við umhverfið – „lesum“ umhverfið – okkur til bjargar og afkomu. Skynjun leiðir af sér hugsun og hugsunin gerir okkur fært að leysa verkefni – gera óþekkta hluti þekkta og gera síðan það þekkta óþekkjanlegt! Að upplifa skynjun er því reynsla sem leiðir af sér skynsemi, vit eða greind. Maðurinn er ekki með viti borinn, að vita og þekkja er afrakstur reynslu – án reynslu er engin þekking. Það sem við upplifum ekki hefur enga merkingu fyrir okkur. Skynjun og upplifun veruleikans gefur okkur merkingarmyndir – merkingarmyndir sem eru nauðsynlegar máltökunni. Að tala er að segja frá því sem við höfum upplifað. Við munum eða endurlifum fyrri reynslu í huganum og lærum hljóðmyndir fyrir merkingarmyndir reynslunnar. Upplifun merkingar og hugsun eru forsendur talmáls sem síðan leiðir af sér ritmál. Máltakan hefst með talmálinu, – hlustun og tali, – en notkun ritmáls, – lestur og ritun, – er lokaþátturinn. Án lestrar er máltakan ekki fullkomnuð.Lesblinduleiðrétting Myndræn skynjun og myndhugsun er okkur meðfædd en þegar við lærum að tala förum við að hugsa í orðum eða hljóðmyndum orða í stað merkingarmynda. Hljóðmyndir orða eru síðan varðveittar í rituðu máli eða sjónmyndum sem raðað er saman úr táknum – bókstöfum. Börn læra að tala í faðmi fjölskyldunnar. „Kennslan“ er óformleg og stjórnast mest af áhuga og getu barnsins. Þegar börnin koma í skóla, hefst formleg lestrarkennsla. Öllum eru ætluð sömu viðfangsefni, sömu aðferðir og sami árangur á sama tíma. Flestum farnast vel, en þó eru alltaf nokkur sem sjá lítinn árangur. Kennslan hentar þeim ekki, þau læra ekki að lesa, þau læra að geta ekki lært að lesa – þau læra að vera lesblind. Myndræn börn, sem ekki njóta lestrarkennslu við hæfi, ná ekki valdi á lestri og eru sögð lesblind. Þau lenda síðan í afleiddum erfiðleikum þegar fram í sækir og námsárangur byggist æ meir á lestri námsbóka. Getur þá svo farið að góðir námsmenn gefist upp og hverfi frá námi, jafnvel að ráði skólans. Það er aldrei of seint fyrir myndhugsuði, sem hafa „lært“ lesblindu, að fara í endurhæfingu – losna við lesblinduna og fara að njóta hæfileika sinna. Lesblindan er lærð og þeir sem læra hana eiga þá náðargáfu að geta hugsað í myndum – upplifað hugsanir sem myndskeið. Með lesblinduleiðréttingu má ná fullkomnum tökum á lestri og útrýma þannig „lesblindunni“. Lesblinduleiðrétting hentar öllum, sem ekki hafa notið lestrarkennslu við hæfi og eru því sagðir lesblindir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun