Mótmæla því að öllum sé beint í sama mataræði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. október 2013 14:07 Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir er formaður fræðslunefndar Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, formaður fræðslunefndar Samtaka grænmetisæta á Íslandi, skrifar grein á vefinn Innihald.is undir yfirskriftinni „Vanrækja grænmetisætur börnin sín?“, en tilefnið er mikil umræða undanfarna daga um þjónustu við grænmetisætur í leikskólum. „Það var í raun bara vanþekking sem ég sá blasa við í kommentakerfinu, segir Sæunn í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún skrifaði greinina. Hún segir fólk dæma grænmetisætur af lífsstíl þeirra án þess að vita hvað búi að baki. Netverjar hafa meðal annars lýst áhyggjum af því að barnungar grænmetisætur glími við næringarskort og foreldrar þeirra barna verið sakaðir um vanrækslu. „Ég hef engar rannsóknir séð sem styðja þá ályktun að börn séu í sérstakri hættu á næringarskorti ef þau lifa á grænmetisfæði,“ skrifar Sæunn í greininni. „Hins vegar sé ég sífellt fleiri fréttir af slæmri næringarstöðu barna almennt. Ég velti því þar af leiðandi fyrir mér hvort fólk hafi sambærilegar áhyggjur af börnum sem alast upp á einhæfu mataræði, mikið unnu fæði og jafnvel skyndibita.“ Hún segir hóp fólks telja eðlilegt að meðhöndla leikskólabörn sem einsleita hjörð og hafa vit fyrir foreldrum þeirra varðandi hverju þau nærast á. „Af hverju ætti einstaklingur að þurfa læknisvottorð til að fá að njóta sinnar einstöku tilveru? Ég get ekki skilið þau rök að leikskólayfirvöld varði um það hvaða ástæður liggja að baki matarvali barnanna. Það að hafa sjálfsákvörðunarrétt yfir því hvers konar mat við kjósum setja ofan í líkama okkar er afar persónulegur réttur sem getur tengst bæði sjálfsvitund okkar og dýpstu sannfæringu.“ Í yfirlýsingu sem Samtök grænmetisæta sendi frá sér í dag segir að þeirri stefnu sé mótmælt, „að beina öllum í sama mataræði þar sem fjöldamargar góðar og gildar ástæður geta verið fyrir því að fólk hafni hinu almenna mataræði án þess að um aðkallandi læknisfræðilegar ástæður sé að ræða“. Sæunn segir í samtali við Vísi að færa verði umræðuna á málefnalegra plan. Gagnrýni um að ekki eigi að troða lífsstíl foreldra upp á börn standist ekki skoðun. „Ekkert barn kemst hjá því að mótast af skoðunum og gildum foreldra sinna, hvort sem um ræðir trú, siðferði, stjórnmálaskoðanir, forgangsröðu, uppáhaldsliðið í enska boltanum eða matarvenjur. Börn grænmetisæta eiga valfrelsi þegar þau vaxa úr grasi, en það eiga önnur börn líka. Hvers vegna er það talið réttara að börn geti valið að hætta að borða kjöt en að þau geti valið að byrja að borða það?“ Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Samtaka grænmetisæta á Íslandi í heild sinni: Post by Samtök grænmetisæta á Íslandi. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, formaður fræðslunefndar Samtaka grænmetisæta á Íslandi, skrifar grein á vefinn Innihald.is undir yfirskriftinni „Vanrækja grænmetisætur börnin sín?“, en tilefnið er mikil umræða undanfarna daga um þjónustu við grænmetisætur í leikskólum. „Það var í raun bara vanþekking sem ég sá blasa við í kommentakerfinu, segir Sæunn í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún skrifaði greinina. Hún segir fólk dæma grænmetisætur af lífsstíl þeirra án þess að vita hvað búi að baki. Netverjar hafa meðal annars lýst áhyggjum af því að barnungar grænmetisætur glími við næringarskort og foreldrar þeirra barna verið sakaðir um vanrækslu. „Ég hef engar rannsóknir séð sem styðja þá ályktun að börn séu í sérstakri hættu á næringarskorti ef þau lifa á grænmetisfæði,“ skrifar Sæunn í greininni. „Hins vegar sé ég sífellt fleiri fréttir af slæmri næringarstöðu barna almennt. Ég velti því þar af leiðandi fyrir mér hvort fólk hafi sambærilegar áhyggjur af börnum sem alast upp á einhæfu mataræði, mikið unnu fæði og jafnvel skyndibita.“ Hún segir hóp fólks telja eðlilegt að meðhöndla leikskólabörn sem einsleita hjörð og hafa vit fyrir foreldrum þeirra varðandi hverju þau nærast á. „Af hverju ætti einstaklingur að þurfa læknisvottorð til að fá að njóta sinnar einstöku tilveru? Ég get ekki skilið þau rök að leikskólayfirvöld varði um það hvaða ástæður liggja að baki matarvali barnanna. Það að hafa sjálfsákvörðunarrétt yfir því hvers konar mat við kjósum setja ofan í líkama okkar er afar persónulegur réttur sem getur tengst bæði sjálfsvitund okkar og dýpstu sannfæringu.“ Í yfirlýsingu sem Samtök grænmetisæta sendi frá sér í dag segir að þeirri stefnu sé mótmælt, „að beina öllum í sama mataræði þar sem fjöldamargar góðar og gildar ástæður geta verið fyrir því að fólk hafni hinu almenna mataræði án þess að um aðkallandi læknisfræðilegar ástæður sé að ræða“. Sæunn segir í samtali við Vísi að færa verði umræðuna á málefnalegra plan. Gagnrýni um að ekki eigi að troða lífsstíl foreldra upp á börn standist ekki skoðun. „Ekkert barn kemst hjá því að mótast af skoðunum og gildum foreldra sinna, hvort sem um ræðir trú, siðferði, stjórnmálaskoðanir, forgangsröðu, uppáhaldsliðið í enska boltanum eða matarvenjur. Börn grænmetisæta eiga valfrelsi þegar þau vaxa úr grasi, en það eiga önnur börn líka. Hvers vegna er það talið réttara að börn geti valið að hætta að borða kjöt en að þau geti valið að byrja að borða það?“ Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Samtaka grænmetisæta á Íslandi í heild sinni: Post by Samtök grænmetisæta á Íslandi.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira