Flottur Chrysler sem aldrei varð Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 14:15 Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler samsteypunni, sem er móðurfélag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfire og Chrysler Pacifica fjölnotabíllinn. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega geta keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG hluta Benz, var 6 lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifinn og tengdur við 7 gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfirbygging bílsins var að mestu úr koltrefjum og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður 2 farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent
Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler samsteypunni, sem er móðurfélag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfire og Chrysler Pacifica fjölnotabíllinn. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega geta keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG hluta Benz, var 6 lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifinn og tengdur við 7 gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfirbygging bílsins var að mestu úr koltrefjum og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður 2 farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent