Leggur starfið að veði í bréfi til heilbrigðisyfirvalda Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. ágúst 2013 18:30 Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Forstjóri Landspítalans segir að endurskipuleggja þurfi sjúkraflutninga frá grunni ef læknir verði tekinn úr þyrlum Landhelgisgæslunnar. Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa leggur starf sitt að veði í bréfi til heilbrigðisyfirvalda þar sem hann útskýrir nauðsyn þess að hafa áfram lækni í þyrlunum. Starfsmenn bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, eins og slökkviliðs og Landhelgisgæslunnar hafa viðrað áhyggjur sínar vegna þeirra áforma stjórnvalda að taka lækni úr björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar í þágu sparnaðar.Sagði upp samningi um þyrlulækna í janúar Fyrrverandi innanríkisráðherra sagði upp samningi um þyrlulækni í janúar sl. og var þyrlulæknum sagt upp fyrr í sumar. Núverandi innanríkis- og heilbrigðisráðherrar frestuðu þessum áformum og fólu landlækni hinn 12. júlí að skoða hvort þjónusta læknis í björgunarþyrlu geti verið veitt af öðrum en læknum, svo sem bráðatæknum. Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, segir í bréfi sem hann sendi yfirmönnum Landspítalans, landlækni og heilbrigðisráðherra að sl. helgi hafi þurft í annað sinn á stuttum tíma að kalla til lækni af Landspítala á vettvang vegna sjúklings sem var alvarlega slasaður. Þörfin fyrir lækni sem hægt sé að senda á vettvang sé enn til staðar, en bréfið er ákall til stjórnvalda um úrbætur. Viðar segir að verði læknar skrifaðir út úr utanspítalakerfinu verði ekki langt í að enginn hafi þá þjálfun sem þarf til að sinna þessari sérhæfðu meðferð á vettvangi. Og verði þyrlulæknir skrifaður út úr utanspítalakerfinu muni hann sjálfur neita að taka þátt í þessari þjónustu.Forstjóri spítalans sammála Forstjóri Landspítalans er sammála þessu viðhorfi Viðars. „Að mestu leyti er ég sammála honum," segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans.Hvað gerist ef læknirinn verður tekinn úr þyrlunni? „Þá verðum við að endurskipuleggja sjúkraflutninga á landinu. Sérstaklega í dreifðri byggð og nálægt sjávarplássum sem hafa ekki þessa þaulvönu lækna í erfiðum aðstæðum," segir Björn, en hann hefur áður komið þessu sjónarmiði á framfæri við heilbrigðisráðherra og embættismenn í heilbrigðisráðuneytinu. Áður höfðu innanríkis- og heilbrigðisráðherrar falið landlækni að skoða hvort einhver annar geti sinnt þjónustunni í stað læknis, eins og áður segir.Sérð þú fyrir þér að það sé raunhæft að einhver annar komi í stað læknis um borð í þyrlunni, einhver sem er ekki menntaður í læknisfræði? „Það er okkar skoðun hér á Landspítalanum og þeirra sem best þekkja til í þessum málum að það sé ekki raunhæft," segir Björn Zoëga. Bréf Viðars Magnússonar í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.Bréf Viðars Magnússonar í heild sinni:„Ágæti Landlæknir, yfirmenn Landspítala háskólasjúkrahúss, umsjónarlæknar sjúkraflutninga, rekstraraðilar sjúkraflutninga, læknar á landsbyggðinni, og ráðherra heilbrigðismála.Nú um helgina kom það fyrir í annað sinn á stuttum tíma að kalla þurfti til lækni af Landspítalanum á vettvang vegna sjúklings sem var alvarlega slasaður. Í fyrra skiptið var sjúklingurinn illviðráðanlegur og þurfti djúpa slævingu vegna þess. Á sunnudaginn var um að ræða sjúkling sem var svo óstabíll eftir slys að það þurfti að svæfa hann og tryggja hjá honum öndunarveg áður en hann komst á sjúkrahús. Meðferð sem sennilega hefur bjargað lífi hans. Í báðum tilvikum var læknirinn fenginn á staðinn þó svo að ekki sé lengur til staðar neinn ferill til þess að kalla lækni á vettvang og sýnir að það er enn þörf fyrir þann möguleika (þó svo hann hafi verið skrifaður út úr kerfinu).Þegar neyðarbílslæknirinn var færður inn á gólf bráðadeildarinnar stóð alltaf til að áfram yrði læknir tiltækur til þess að sinna útköllum utan sjúkrahússins. Til þess var keypt sérstök bifreið og hún hlaðin búnaði. Þegar til kastanna kom var enginn til að keyra bílinn og endurtekið kom það upp að enginn læknir fékkst til þess að fara út úr húsi vegna skorts á þjálfun og rútínu. Bíllinn var því seldur og möguleikinn á því að senda lækninn út úr húsi hvarf.Fyrrgreind dæmi sýna samt að þörfin fyrir lækni sem hægt er að senda á vettvang er enn til staðar. Ætla má að þetta sé aðeins toppurinn af ísjakanum hvað það varðar, enda kallar sjúkraflutningamaður ekki eftir aðstoð sem ekki er gert ráð fyrir í kerfinu. Bráðatæknar sjá í dag um stærstan hluta þess sem neyðarbílslæknirinn gerði fyrir nokkrum árum og sinna því með ágætum. Þegar þeir kalla eftir aðstoð er það vegna þess að það er þörf fyrir sérhæfða greiningu, inngrip og ákvarðanatöku sem ekki er á þeirra færi. Sá læknir sem kallaður er á vettvang þarf þannig að vera hæfur til þess að svæfa úti í felti og framkvæma inngrip á borð við ísetningu brjóstholskera og aflimanir og jafnvel til að framkvæma meiriháttar inngrip á borð við neyðarkeisara eða brjóstholsskurð (thoracotomiu). Almennir læknar fá ekki þessa þjálfun og því er ekki hægt að ætlast til þess að kandidat eða deildarlæknir af gólfinu á bráðadeildinni sé tilbúin til þess að hlaupa í þetta hlutverk. Þá eru jafnvel fáir sérfræðinganna þar tilbúnir til þess að taka þetta að sér án meiri þjálfunnar enda ólíkt að gera þetta á vettvangi eða aftan í sjúkrabíl en inni á spítala. Þá er bráðadeildin það naumt mönnuð að erfitt er að sjá fyrir sér að hægt sé að senda lækni út af deildinni.Lausnin, eins og ég hef reynt að benda á og vinna fylgi, er að nýta þyrlulækninn í þetta hlutverk. Allir eiga þeir að vera með þá þjálfun sem þarf til þess að svæfa á vettvangi og leggja brjóstholskera. Hluti þeirra hefur jafnframt reynslu af stærri inngripum á vettvangi og þannig ættu þeir að geta orðið sá „resúrs" sem kallað er eftir þegar óskað er eftir lækni á vettvang. Til þess þarf hann að hafa til umráða bifreið með forgangsljósum og viðeigandi lyf og búnað í bílnum. Til þess þurfa að vera ferlar til þess að hægt sé að kalla hann á vettvang. Til þess þarf að skapa honum tíma til þess að sinna höfuðborgarsvæðinu og æfa og vinna með bráðatæknum SHS. Og til þess þarf að sjálfsögðu áfram að vera „þyrlulæknir", en það virðast vera skiptar skoðanir á því hver þörfin er fyrir hann, samanber yfirlýsingar innanríkis og velferðarráðuneytis frá 12. júlí s.l. þar sem landlækni er falið að skoða "hvort þessi þjónusta geti verið veitt af öðrum en læknum, svo sem bráðatæknum".Bráðalækningar utan sjúkrahúsa eru vaxandi sérgrein í nágrannalöndum okkar bæði hvað varðar menntun sjúkraflutningamanna og þátttöku lækna í kerfinu. Á Norðurlöndunum, í Þýskaland og Austurríki, og ekki síður á Spáni og í Frakklandi spila læknar stórt hlutverk í þjónustunni, bæði með því að veita hjálp á vettvangi og eins með því að aðstoða við ákvarðanatöku um meðferð í gegnum fjarskipti. Ástralir sem hafa mjög dreifða byggð líkt og við manna sérhæfðu bráðaþjónustuna sína á þyrlum og flugvélum að stóru leyti með læknum. Og í Bretlandi og Bandaríkjunum voru nýlega viðurkenndar sérstakar undirsérgreinar (e. „fellowships") í bráðalækningum utan sjúkrahúsa og er þátttaka lækna í bráðameðferð á vettvangi þar vaxandi enda gera menn sér æ betur grein fyrir mikilvægi meðferðar á fyrstu mínútunum og klukkutímunum eftir slys og bráð veikindi. Á meðan heimurinn virðist í auknum mæli sjá að það er æskilegt að hafa sérþjálfaða lækna sem hluta af utanspítala kerfinu, færumst við í öfuga átt.Alveg eins og ógnin hverfur ekki við það að strúturinn stingi höfðinu í sandinn, mun ekki þörfin fyrir sérhæfða bráðameðferð utan spítala hverfa þó við hættum að hafa lækna á neyðarbíl og þyrlu. Hættum því að stinga hausnum í sandinn og horfum frekar á það hvernig best má nýta þyrlulækninn líkt og lagt er til í skýrslu ráðgjafahóps um framtíð sjúkraflutninga frá því í fyrra. Látum þyrlulækninn sinna útköllum bæði á þyrlunni og á höfuðborgarsvæðinu. Látum hann jafnframt sinna ráðgjöf til Neyðarlínu, sjúkraflutningamanna, og lækna á vettvangi við alvarleg veikindi og slys. Látum hann vinna dags daglega í teymi með bæði bráðatæknum SHS og sjúkraflutningamönnum LHG, þannig að allir þjálfist saman og vinni þannig betur við þær erfiðu aðstæður sem komið geta upp, hvar sem þær eru, óháð því farartæki sem notað er til að komast á vettvang.Verði læknar skrifaðir út úr utanspítalakerfinu með þeim hætti sem gert var með neyðarbílslækninn á sínum tíma og nú er til athugunar með þyrlulækninn, verður ekki langt þar til enginn hefur lengur þá þjálfun sem þarf til að sinna þessari sérhæfðu meðferð á vettvangi. Læknar og sjúkraflutningamenn á landsbyggðinni munu þá lenda í sömu aðstöðu og bráðatæknar og sjúkraflutningamenn höfuðborgarinnar í dag, að þörfin fyrir sérhæfða meðferð á vettvangi mun áfram koma upp, en það verður enginn til að sinna henni. Vegalengdirnar utan af landi eru hins vegar svo langar að lítið gagnast að "hlaða og hlaupa" á næsta sjúkrahús og vonast til þess að allt gangi vel.Ég er ráðinn sem yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa vegna þess að ég hef sérstaka þjálfun til þess að sinna alvarlegum slysum og bráðum veikindum á vettvangi. Sú þjálfun og reynsla er meiri en aðrir íslenskir læknar búa yfir og má nýta hana til þess að byggja upp kerfi þar sem hægt er að veita veikustu sjúklingunum sérhæfða meðferð á vettvangi við erfiðar aðstæður. Verði læknirinn skrifaður út úr utanspítalakerfinu eins og nú eru blikur á lofti um mun ég hins vegar neita að taka þátt í þessari þjónustu, enda er þannig gengið þvert á mínar hugmyndir og hugsjónir varðandi framtíð bráðaþjónustunnar fyrir þá sem mest þurfa á henni að halda. Snúum þessari þróun við og nýtum betur þá lækna sem hafa áhuga og þekkingu á bráðameðferð utan spítala til þess að byggja upp þetta kerfi til framtíðar.Með kveðju,Viðar Magnússon, læknir MBAsérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningumYfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsaUmsjónarlæknir Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisinsUmsjónarlæknir þyrlusveitar Landhelgisgæslu ÍslandsUmsjónarlæknir Neyðarlínu.“ Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir að endurskipuleggja þurfi sjúkraflutninga frá grunni ef læknir verði tekinn úr þyrlum Landhelgisgæslunnar. Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa leggur starf sitt að veði í bréfi til heilbrigðisyfirvalda þar sem hann útskýrir nauðsyn þess að hafa áfram lækni í þyrlunum. Starfsmenn bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, eins og slökkviliðs og Landhelgisgæslunnar hafa viðrað áhyggjur sínar vegna þeirra áforma stjórnvalda að taka lækni úr björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar í þágu sparnaðar.Sagði upp samningi um þyrlulækna í janúar Fyrrverandi innanríkisráðherra sagði upp samningi um þyrlulækni í janúar sl. og var þyrlulæknum sagt upp fyrr í sumar. Núverandi innanríkis- og heilbrigðisráðherrar frestuðu þessum áformum og fólu landlækni hinn 12. júlí að skoða hvort þjónusta læknis í björgunarþyrlu geti verið veitt af öðrum en læknum, svo sem bráðatæknum. Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, segir í bréfi sem hann sendi yfirmönnum Landspítalans, landlækni og heilbrigðisráðherra að sl. helgi hafi þurft í annað sinn á stuttum tíma að kalla til lækni af Landspítala á vettvang vegna sjúklings sem var alvarlega slasaður. Þörfin fyrir lækni sem hægt sé að senda á vettvang sé enn til staðar, en bréfið er ákall til stjórnvalda um úrbætur. Viðar segir að verði læknar skrifaðir út úr utanspítalakerfinu verði ekki langt í að enginn hafi þá þjálfun sem þarf til að sinna þessari sérhæfðu meðferð á vettvangi. Og verði þyrlulæknir skrifaður út úr utanspítalakerfinu muni hann sjálfur neita að taka þátt í þessari þjónustu.Forstjóri spítalans sammála Forstjóri Landspítalans er sammála þessu viðhorfi Viðars. „Að mestu leyti er ég sammála honum," segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans.Hvað gerist ef læknirinn verður tekinn úr þyrlunni? „Þá verðum við að endurskipuleggja sjúkraflutninga á landinu. Sérstaklega í dreifðri byggð og nálægt sjávarplássum sem hafa ekki þessa þaulvönu lækna í erfiðum aðstæðum," segir Björn, en hann hefur áður komið þessu sjónarmiði á framfæri við heilbrigðisráðherra og embættismenn í heilbrigðisráðuneytinu. Áður höfðu innanríkis- og heilbrigðisráðherrar falið landlækni að skoða hvort einhver annar geti sinnt þjónustunni í stað læknis, eins og áður segir.Sérð þú fyrir þér að það sé raunhæft að einhver annar komi í stað læknis um borð í þyrlunni, einhver sem er ekki menntaður í læknisfræði? „Það er okkar skoðun hér á Landspítalanum og þeirra sem best þekkja til í þessum málum að það sé ekki raunhæft," segir Björn Zoëga. Bréf Viðars Magnússonar í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.Bréf Viðars Magnússonar í heild sinni:„Ágæti Landlæknir, yfirmenn Landspítala háskólasjúkrahúss, umsjónarlæknar sjúkraflutninga, rekstraraðilar sjúkraflutninga, læknar á landsbyggðinni, og ráðherra heilbrigðismála.Nú um helgina kom það fyrir í annað sinn á stuttum tíma að kalla þurfti til lækni af Landspítalanum á vettvang vegna sjúklings sem var alvarlega slasaður. Í fyrra skiptið var sjúklingurinn illviðráðanlegur og þurfti djúpa slævingu vegna þess. Á sunnudaginn var um að ræða sjúkling sem var svo óstabíll eftir slys að það þurfti að svæfa hann og tryggja hjá honum öndunarveg áður en hann komst á sjúkrahús. Meðferð sem sennilega hefur bjargað lífi hans. Í báðum tilvikum var læknirinn fenginn á staðinn þó svo að ekki sé lengur til staðar neinn ferill til þess að kalla lækni á vettvang og sýnir að það er enn þörf fyrir þann möguleika (þó svo hann hafi verið skrifaður út úr kerfinu).Þegar neyðarbílslæknirinn var færður inn á gólf bráðadeildarinnar stóð alltaf til að áfram yrði læknir tiltækur til þess að sinna útköllum utan sjúkrahússins. Til þess var keypt sérstök bifreið og hún hlaðin búnaði. Þegar til kastanna kom var enginn til að keyra bílinn og endurtekið kom það upp að enginn læknir fékkst til þess að fara út úr húsi vegna skorts á þjálfun og rútínu. Bíllinn var því seldur og möguleikinn á því að senda lækninn út úr húsi hvarf.Fyrrgreind dæmi sýna samt að þörfin fyrir lækni sem hægt er að senda á vettvang er enn til staðar. Ætla má að þetta sé aðeins toppurinn af ísjakanum hvað það varðar, enda kallar sjúkraflutningamaður ekki eftir aðstoð sem ekki er gert ráð fyrir í kerfinu. Bráðatæknar sjá í dag um stærstan hluta þess sem neyðarbílslæknirinn gerði fyrir nokkrum árum og sinna því með ágætum. Þegar þeir kalla eftir aðstoð er það vegna þess að það er þörf fyrir sérhæfða greiningu, inngrip og ákvarðanatöku sem ekki er á þeirra færi. Sá læknir sem kallaður er á vettvang þarf þannig að vera hæfur til þess að svæfa úti í felti og framkvæma inngrip á borð við ísetningu brjóstholskera og aflimanir og jafnvel til að framkvæma meiriháttar inngrip á borð við neyðarkeisara eða brjóstholsskurð (thoracotomiu). Almennir læknar fá ekki þessa þjálfun og því er ekki hægt að ætlast til þess að kandidat eða deildarlæknir af gólfinu á bráðadeildinni sé tilbúin til þess að hlaupa í þetta hlutverk. Þá eru jafnvel fáir sérfræðinganna þar tilbúnir til þess að taka þetta að sér án meiri þjálfunnar enda ólíkt að gera þetta á vettvangi eða aftan í sjúkrabíl en inni á spítala. Þá er bráðadeildin það naumt mönnuð að erfitt er að sjá fyrir sér að hægt sé að senda lækni út af deildinni.Lausnin, eins og ég hef reynt að benda á og vinna fylgi, er að nýta þyrlulækninn í þetta hlutverk. Allir eiga þeir að vera með þá þjálfun sem þarf til þess að svæfa á vettvangi og leggja brjóstholskera. Hluti þeirra hefur jafnframt reynslu af stærri inngripum á vettvangi og þannig ættu þeir að geta orðið sá „resúrs" sem kallað er eftir þegar óskað er eftir lækni á vettvang. Til þess þarf hann að hafa til umráða bifreið með forgangsljósum og viðeigandi lyf og búnað í bílnum. Til þess þurfa að vera ferlar til þess að hægt sé að kalla hann á vettvang. Til þess þarf að skapa honum tíma til þess að sinna höfuðborgarsvæðinu og æfa og vinna með bráðatæknum SHS. Og til þess þarf að sjálfsögðu áfram að vera „þyrlulæknir", en það virðast vera skiptar skoðanir á því hver þörfin er fyrir hann, samanber yfirlýsingar innanríkis og velferðarráðuneytis frá 12. júlí s.l. þar sem landlækni er falið að skoða "hvort þessi þjónusta geti verið veitt af öðrum en læknum, svo sem bráðatæknum".Bráðalækningar utan sjúkrahúsa eru vaxandi sérgrein í nágrannalöndum okkar bæði hvað varðar menntun sjúkraflutningamanna og þátttöku lækna í kerfinu. Á Norðurlöndunum, í Þýskaland og Austurríki, og ekki síður á Spáni og í Frakklandi spila læknar stórt hlutverk í þjónustunni, bæði með því að veita hjálp á vettvangi og eins með því að aðstoða við ákvarðanatöku um meðferð í gegnum fjarskipti. Ástralir sem hafa mjög dreifða byggð líkt og við manna sérhæfðu bráðaþjónustuna sína á þyrlum og flugvélum að stóru leyti með læknum. Og í Bretlandi og Bandaríkjunum voru nýlega viðurkenndar sérstakar undirsérgreinar (e. „fellowships") í bráðalækningum utan sjúkrahúsa og er þátttaka lækna í bráðameðferð á vettvangi þar vaxandi enda gera menn sér æ betur grein fyrir mikilvægi meðferðar á fyrstu mínútunum og klukkutímunum eftir slys og bráð veikindi. Á meðan heimurinn virðist í auknum mæli sjá að það er æskilegt að hafa sérþjálfaða lækna sem hluta af utanspítala kerfinu, færumst við í öfuga átt.Alveg eins og ógnin hverfur ekki við það að strúturinn stingi höfðinu í sandinn, mun ekki þörfin fyrir sérhæfða bráðameðferð utan spítala hverfa þó við hættum að hafa lækna á neyðarbíl og þyrlu. Hættum því að stinga hausnum í sandinn og horfum frekar á það hvernig best má nýta þyrlulækninn líkt og lagt er til í skýrslu ráðgjafahóps um framtíð sjúkraflutninga frá því í fyrra. Látum þyrlulækninn sinna útköllum bæði á þyrlunni og á höfuðborgarsvæðinu. Látum hann jafnframt sinna ráðgjöf til Neyðarlínu, sjúkraflutningamanna, og lækna á vettvangi við alvarleg veikindi og slys. Látum hann vinna dags daglega í teymi með bæði bráðatæknum SHS og sjúkraflutningamönnum LHG, þannig að allir þjálfist saman og vinni þannig betur við þær erfiðu aðstæður sem komið geta upp, hvar sem þær eru, óháð því farartæki sem notað er til að komast á vettvang.Verði læknar skrifaðir út úr utanspítalakerfinu með þeim hætti sem gert var með neyðarbílslækninn á sínum tíma og nú er til athugunar með þyrlulækninn, verður ekki langt þar til enginn hefur lengur þá þjálfun sem þarf til að sinna þessari sérhæfðu meðferð á vettvangi. Læknar og sjúkraflutningamenn á landsbyggðinni munu þá lenda í sömu aðstöðu og bráðatæknar og sjúkraflutningamenn höfuðborgarinnar í dag, að þörfin fyrir sérhæfða meðferð á vettvangi mun áfram koma upp, en það verður enginn til að sinna henni. Vegalengdirnar utan af landi eru hins vegar svo langar að lítið gagnast að "hlaða og hlaupa" á næsta sjúkrahús og vonast til þess að allt gangi vel.Ég er ráðinn sem yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa vegna þess að ég hef sérstaka þjálfun til þess að sinna alvarlegum slysum og bráðum veikindum á vettvangi. Sú þjálfun og reynsla er meiri en aðrir íslenskir læknar búa yfir og má nýta hana til þess að byggja upp kerfi þar sem hægt er að veita veikustu sjúklingunum sérhæfða meðferð á vettvangi við erfiðar aðstæður. Verði læknirinn skrifaður út úr utanspítalakerfinu eins og nú eru blikur á lofti um mun ég hins vegar neita að taka þátt í þessari þjónustu, enda er þannig gengið þvert á mínar hugmyndir og hugsjónir varðandi framtíð bráðaþjónustunnar fyrir þá sem mest þurfa á henni að halda. Snúum þessari þróun við og nýtum betur þá lækna sem hafa áhuga og þekkingu á bráðameðferð utan spítala til þess að byggja upp þetta kerfi til framtíðar.Með kveðju,Viðar Magnússon, læknir MBAsérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningumYfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsaUmsjónarlæknir Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisinsUmsjónarlæknir þyrlusveitar Landhelgisgæslu ÍslandsUmsjónarlæknir Neyðarlínu.“
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira