Ríkisútvarpið ól mig upp Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 27. desember 2013 07:00 Ég á Ríkisútvarpinu margt að þakka. Það ól mig að mörgu leyti upp og lagði grunninn að menntun minni og áhugasviði síðar á lífsleiðinni. Þegar ég var barn að aldri lék Ríkisútvarpið stórt hlutverk í lífi mínu. Ég vaknaði við rödd Péturs Péturssonar og Jóns Múla Árnasonar í morgunútvarpinu, fylgdist með morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar – svo ekki sé talað um barnatíma Skeggja Ásbjarnarsonar. Í gegnum Ríkisútvarpið kynntist ég m.a. Gunnari Gunnarssyni, Jóni Trausta og Halldóri Laxness. Á kvöldin hlýddi ég á þjóðlegan fróðleik á kvöldvökum, fylgdist með útvarpsleikritum og missti aldrei af Sunnudagskvöldi með Svavari Gests. Ég man enn hvar ég var stödd þegar ég heyrði fréttaþulinn segja þjóðinni frá morðinu á Kennedy og upphafi Surtseyjargossins. Ég sat hjá föður mínum, bóndanum, sem hlustaði áhyggjufullur á veðurfréttirnar og minnist hátíðaleikans þegar lestur jólakveðja hófst.Menningarlegt hryðjuverk Þessi stutta upprifjun er aðeins lítið brot af því uppeldislega hlutverki sem Ríkisútvarpið lék í lífi mínu. Án þess hefði ég ekki öðlast áhuga á helstu rithöfundum þjóðarinnar eða klassískri tónlist mestu tónskálda sögunnar. Án Ríkisútvarpsins hefði ég ekki verið tíður gestur á bókasöfnum landsins – eða lagt fyrir mig íslensku- og bókmenntanám síðar á lífsleiðinni. Ég átti einnig eftir að kynnast innviðum Ríkisútvarpsins þegar ég starfaði þar sem dagskrárgerðarmaður um árabil. Þar upplifði ég samstarfsfólk sem vann saman eins og einn maður og þótti afar vænt um vinnustaðinn sinn. Þar kynntist ég faglegum metnaði sem náði langt út fyrir skyldurækni launþegans. Þar var starfsfólk meðvitað um ábyrgð sína og skyldur gagnvart hlustendum; þjóðinni sem alin var upp með þessari merku stofnun. Ríkisútvarpið er ekkert annað en fólkið sem vinnur þar. Nú hefur verið vegið illa að þessum heimilisvini þjóðarinnar sem hefur ekki lengur burði til þess að færa okkur ómetanlegar gjafir sínar. Ríkisútvarpið er þjóðin sjálf og um leið og stoðunum er kippt undan starfsemi þess er það menningarlegt hryðjuverk gagnvart íslenskri þjóðarsál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég á Ríkisútvarpinu margt að þakka. Það ól mig að mörgu leyti upp og lagði grunninn að menntun minni og áhugasviði síðar á lífsleiðinni. Þegar ég var barn að aldri lék Ríkisútvarpið stórt hlutverk í lífi mínu. Ég vaknaði við rödd Péturs Péturssonar og Jóns Múla Árnasonar í morgunútvarpinu, fylgdist með morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar – svo ekki sé talað um barnatíma Skeggja Ásbjarnarsonar. Í gegnum Ríkisútvarpið kynntist ég m.a. Gunnari Gunnarssyni, Jóni Trausta og Halldóri Laxness. Á kvöldin hlýddi ég á þjóðlegan fróðleik á kvöldvökum, fylgdist með útvarpsleikritum og missti aldrei af Sunnudagskvöldi með Svavari Gests. Ég man enn hvar ég var stödd þegar ég heyrði fréttaþulinn segja þjóðinni frá morðinu á Kennedy og upphafi Surtseyjargossins. Ég sat hjá föður mínum, bóndanum, sem hlustaði áhyggjufullur á veðurfréttirnar og minnist hátíðaleikans þegar lestur jólakveðja hófst.Menningarlegt hryðjuverk Þessi stutta upprifjun er aðeins lítið brot af því uppeldislega hlutverki sem Ríkisútvarpið lék í lífi mínu. Án þess hefði ég ekki öðlast áhuga á helstu rithöfundum þjóðarinnar eða klassískri tónlist mestu tónskálda sögunnar. Án Ríkisútvarpsins hefði ég ekki verið tíður gestur á bókasöfnum landsins – eða lagt fyrir mig íslensku- og bókmenntanám síðar á lífsleiðinni. Ég átti einnig eftir að kynnast innviðum Ríkisútvarpsins þegar ég starfaði þar sem dagskrárgerðarmaður um árabil. Þar upplifði ég samstarfsfólk sem vann saman eins og einn maður og þótti afar vænt um vinnustaðinn sinn. Þar kynntist ég faglegum metnaði sem náði langt út fyrir skyldurækni launþegans. Þar var starfsfólk meðvitað um ábyrgð sína og skyldur gagnvart hlustendum; þjóðinni sem alin var upp með þessari merku stofnun. Ríkisútvarpið er ekkert annað en fólkið sem vinnur þar. Nú hefur verið vegið illa að þessum heimilisvini þjóðarinnar sem hefur ekki lengur burði til þess að færa okkur ómetanlegar gjafir sínar. Ríkisútvarpið er þjóðin sjálf og um leið og stoðunum er kippt undan starfsemi þess er það menningarlegt hryðjuverk gagnvart íslenskri þjóðarsál.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar