Ríkisútvarpið ól mig upp Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 27. desember 2013 07:00 Ég á Ríkisútvarpinu margt að þakka. Það ól mig að mörgu leyti upp og lagði grunninn að menntun minni og áhugasviði síðar á lífsleiðinni. Þegar ég var barn að aldri lék Ríkisútvarpið stórt hlutverk í lífi mínu. Ég vaknaði við rödd Péturs Péturssonar og Jóns Múla Árnasonar í morgunútvarpinu, fylgdist með morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar – svo ekki sé talað um barnatíma Skeggja Ásbjarnarsonar. Í gegnum Ríkisútvarpið kynntist ég m.a. Gunnari Gunnarssyni, Jóni Trausta og Halldóri Laxness. Á kvöldin hlýddi ég á þjóðlegan fróðleik á kvöldvökum, fylgdist með útvarpsleikritum og missti aldrei af Sunnudagskvöldi með Svavari Gests. Ég man enn hvar ég var stödd þegar ég heyrði fréttaþulinn segja þjóðinni frá morðinu á Kennedy og upphafi Surtseyjargossins. Ég sat hjá föður mínum, bóndanum, sem hlustaði áhyggjufullur á veðurfréttirnar og minnist hátíðaleikans þegar lestur jólakveðja hófst.Menningarlegt hryðjuverk Þessi stutta upprifjun er aðeins lítið brot af því uppeldislega hlutverki sem Ríkisútvarpið lék í lífi mínu. Án þess hefði ég ekki öðlast áhuga á helstu rithöfundum þjóðarinnar eða klassískri tónlist mestu tónskálda sögunnar. Án Ríkisútvarpsins hefði ég ekki verið tíður gestur á bókasöfnum landsins – eða lagt fyrir mig íslensku- og bókmenntanám síðar á lífsleiðinni. Ég átti einnig eftir að kynnast innviðum Ríkisútvarpsins þegar ég starfaði þar sem dagskrárgerðarmaður um árabil. Þar upplifði ég samstarfsfólk sem vann saman eins og einn maður og þótti afar vænt um vinnustaðinn sinn. Þar kynntist ég faglegum metnaði sem náði langt út fyrir skyldurækni launþegans. Þar var starfsfólk meðvitað um ábyrgð sína og skyldur gagnvart hlustendum; þjóðinni sem alin var upp með þessari merku stofnun. Ríkisútvarpið er ekkert annað en fólkið sem vinnur þar. Nú hefur verið vegið illa að þessum heimilisvini þjóðarinnar sem hefur ekki lengur burði til þess að færa okkur ómetanlegar gjafir sínar. Ríkisútvarpið er þjóðin sjálf og um leið og stoðunum er kippt undan starfsemi þess er það menningarlegt hryðjuverk gagnvart íslenskri þjóðarsál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég á Ríkisútvarpinu margt að þakka. Það ól mig að mörgu leyti upp og lagði grunninn að menntun minni og áhugasviði síðar á lífsleiðinni. Þegar ég var barn að aldri lék Ríkisútvarpið stórt hlutverk í lífi mínu. Ég vaknaði við rödd Péturs Péturssonar og Jóns Múla Árnasonar í morgunútvarpinu, fylgdist með morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar – svo ekki sé talað um barnatíma Skeggja Ásbjarnarsonar. Í gegnum Ríkisútvarpið kynntist ég m.a. Gunnari Gunnarssyni, Jóni Trausta og Halldóri Laxness. Á kvöldin hlýddi ég á þjóðlegan fróðleik á kvöldvökum, fylgdist með útvarpsleikritum og missti aldrei af Sunnudagskvöldi með Svavari Gests. Ég man enn hvar ég var stödd þegar ég heyrði fréttaþulinn segja þjóðinni frá morðinu á Kennedy og upphafi Surtseyjargossins. Ég sat hjá föður mínum, bóndanum, sem hlustaði áhyggjufullur á veðurfréttirnar og minnist hátíðaleikans þegar lestur jólakveðja hófst.Menningarlegt hryðjuverk Þessi stutta upprifjun er aðeins lítið brot af því uppeldislega hlutverki sem Ríkisútvarpið lék í lífi mínu. Án þess hefði ég ekki öðlast áhuga á helstu rithöfundum þjóðarinnar eða klassískri tónlist mestu tónskálda sögunnar. Án Ríkisútvarpsins hefði ég ekki verið tíður gestur á bókasöfnum landsins – eða lagt fyrir mig íslensku- og bókmenntanám síðar á lífsleiðinni. Ég átti einnig eftir að kynnast innviðum Ríkisútvarpsins þegar ég starfaði þar sem dagskrárgerðarmaður um árabil. Þar upplifði ég samstarfsfólk sem vann saman eins og einn maður og þótti afar vænt um vinnustaðinn sinn. Þar kynntist ég faglegum metnaði sem náði langt út fyrir skyldurækni launþegans. Þar var starfsfólk meðvitað um ábyrgð sína og skyldur gagnvart hlustendum; þjóðinni sem alin var upp með þessari merku stofnun. Ríkisútvarpið er ekkert annað en fólkið sem vinnur þar. Nú hefur verið vegið illa að þessum heimilisvini þjóðarinnar sem hefur ekki lengur burði til þess að færa okkur ómetanlegar gjafir sínar. Ríkisútvarpið er þjóðin sjálf og um leið og stoðunum er kippt undan starfsemi þess er það menningarlegt hryðjuverk gagnvart íslenskri þjóðarsál.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar