Rallútgáfa Porsche 911 Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2013 10:31 Porsche 911 í rallútgáfu. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tefldi Porsche fram einkar sigursælum rallbíl í formi upphækkaðs Porsche 911 sportbíls . Langt er þó liðið frá því þessir bílar kepptu á erfiðum rallakstursleiðum um allan heim. Meðal þeirra var París-Dakar keppnin, en sigurvegari hennar árið 1984 ók einmitt Porsche 911. Nú ætlar Porsche að endurvekja þessa tíma með rallútgáfu af núverandi Porsche 911. Bíllinn fær nafnið 911 Safari og er byggður á Porsche 911 Carrera 4. Hann er fjórhjóladrifinn eins og talan 4 gefur til kynna. Hann fær stærri dekk, er talsvert upphækkaður og fjöðrun bílsins verður slaglöng. Bíllinn verður varinn að neðan með hlífðarplötum og því fær í flestan sjó í glímunni við erfiða vegi. Porsche 911 Safari verður kynntur á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári. Ef honum verður vel tekið þar er líklegt að hann verði fjöldaframleiddur, en kæmi þó fyrst af árgerð 2016. Porsche býst reyndar við nokkurri eftirspurn eftir þessum bíl á fjarlægari mörkuðum þar sem mikið er um erfiða vegi. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent
Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tefldi Porsche fram einkar sigursælum rallbíl í formi upphækkaðs Porsche 911 sportbíls . Langt er þó liðið frá því þessir bílar kepptu á erfiðum rallakstursleiðum um allan heim. Meðal þeirra var París-Dakar keppnin, en sigurvegari hennar árið 1984 ók einmitt Porsche 911. Nú ætlar Porsche að endurvekja þessa tíma með rallútgáfu af núverandi Porsche 911. Bíllinn fær nafnið 911 Safari og er byggður á Porsche 911 Carrera 4. Hann er fjórhjóladrifinn eins og talan 4 gefur til kynna. Hann fær stærri dekk, er talsvert upphækkaður og fjöðrun bílsins verður slaglöng. Bíllinn verður varinn að neðan með hlífðarplötum og því fær í flestan sjó í glímunni við erfiða vegi. Porsche 911 Safari verður kynntur á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári. Ef honum verður vel tekið þar er líklegt að hann verði fjöldaframleiddur, en kæmi þó fyrst af árgerð 2016. Porsche býst reyndar við nokkurri eftirspurn eftir þessum bíl á fjarlægari mörkuðum þar sem mikið er um erfiða vegi.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent