Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 17-22 | Undanúrslit FÍ deildarbikarsins Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 26. janúar 2013 13:30 Magnús Erlendsson. Mynd/Steán Fram var fyrsta liðið til að sigra Hauka á tímabilinu þegar liðið vann leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins í dag í Strandgötu 22-17. Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Fram. Fyrri hálfleikur var rislítill en hann var jafn og spennandi. Jafnt var í hálfleik 10-10. Fram byrjaði seinni hálfleik mun betur og náði fjögurra marka forystu 16-12. Þá skoraði Fram ekki í 11 mínútur en Haukur náðu samt ekki að jafna metin. Eftir að Fram skoraði aftur keyrði liðið yfir slaka Hauka og vann Fram sanngjarnan sigur. Elías Már Halldórsson og Freyr Brynjarsson fengu báðir beint rautt spjald á síðustu mínútunni og ljóst að Haukar áttu ákaflega erfitt með að kyngja fyrsta tapi vertrarins. Einar: Erfitt að spila við okkur þegar menn eru heilirMynd/Vilhelm„Við vorum mjög góðir í seinni hálfleik. Sóknin var betri þá," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram en engu að síður lék Fram 11 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið náði ekki að skora. „Ég var að velta fyrir mér að taka leikhlé og ég var líka að rótera á þessum tímapunkti og svo komu menn með ferskar lappir inn í lokin þannig að það er alltaf spurning hvenær maður á að rótera og hvenær ekki og kannski hittum við á rétta tímapunktinn en jú við skoruðum ekki í einhvern tíma en á móti kom þá hélt vörnin og markvarslan var góð. „Þetta var heilt yfir góður leikur enda vorum við að spila við frábært lið Hauka. Það þarf að spila frábærlega til að sigra þá. „Við erum með ótrúlega marga heila og það er fínn stígandi í þessu. Menn hafa stundað þetta vel og lagt mikið á sig. Við erum með gott lið, ég held að það viti það allir og þetta er spurning hvort þetta smelli og það er erfitt að spila við okkur þegar við erum með meirihluta mannskapsins heilan. Ég tala nú ekki þegar við spilum eins og í dag," sagði Einar Aron: Vorum þungirMynd/Vilhelm„Menn verða að halda haus og kunna að tapa það er mjög mikilvægt. Við vorum þungir og ég fann það á fyrstu æfingunni minni á fimmtudaginn að menn væru þungir eftir erfiða törn og menn hafa æft gríðarlega vel líkamlega," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Við gerðum svolítið af mistökum varnarlega sem á ekki að sjást hjá okkur. Sóknarlega vorum við staðir og við tökum vitlausar ákvarðanir í seinni hálfleik. Framarar voru einfaldlega betri í dag. Svo er óþolandi að menn séu að fá rauð spjöld á síðustu leikmínútunum. „Við vorum lélegir sóknarlega og erum komnir skammt á veg. Sigurbergur og Elías voru rétt tilbúnir fyrir leikinn og við þurfum að spila á þeim til að koma þeim inn í fyrsta leik í deildinni," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Fram var fyrsta liðið til að sigra Hauka á tímabilinu þegar liðið vann leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins í dag í Strandgötu 22-17. Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Fram. Fyrri hálfleikur var rislítill en hann var jafn og spennandi. Jafnt var í hálfleik 10-10. Fram byrjaði seinni hálfleik mun betur og náði fjögurra marka forystu 16-12. Þá skoraði Fram ekki í 11 mínútur en Haukur náðu samt ekki að jafna metin. Eftir að Fram skoraði aftur keyrði liðið yfir slaka Hauka og vann Fram sanngjarnan sigur. Elías Már Halldórsson og Freyr Brynjarsson fengu báðir beint rautt spjald á síðustu mínútunni og ljóst að Haukar áttu ákaflega erfitt með að kyngja fyrsta tapi vertrarins. Einar: Erfitt að spila við okkur þegar menn eru heilirMynd/Vilhelm„Við vorum mjög góðir í seinni hálfleik. Sóknin var betri þá," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram en engu að síður lék Fram 11 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið náði ekki að skora. „Ég var að velta fyrir mér að taka leikhlé og ég var líka að rótera á þessum tímapunkti og svo komu menn með ferskar lappir inn í lokin þannig að það er alltaf spurning hvenær maður á að rótera og hvenær ekki og kannski hittum við á rétta tímapunktinn en jú við skoruðum ekki í einhvern tíma en á móti kom þá hélt vörnin og markvarslan var góð. „Þetta var heilt yfir góður leikur enda vorum við að spila við frábært lið Hauka. Það þarf að spila frábærlega til að sigra þá. „Við erum með ótrúlega marga heila og það er fínn stígandi í þessu. Menn hafa stundað þetta vel og lagt mikið á sig. Við erum með gott lið, ég held að það viti það allir og þetta er spurning hvort þetta smelli og það er erfitt að spila við okkur þegar við erum með meirihluta mannskapsins heilan. Ég tala nú ekki þegar við spilum eins og í dag," sagði Einar Aron: Vorum þungirMynd/Vilhelm„Menn verða að halda haus og kunna að tapa það er mjög mikilvægt. Við vorum þungir og ég fann það á fyrstu æfingunni minni á fimmtudaginn að menn væru þungir eftir erfiða törn og menn hafa æft gríðarlega vel líkamlega," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Við gerðum svolítið af mistökum varnarlega sem á ekki að sjást hjá okkur. Sóknarlega vorum við staðir og við tökum vitlausar ákvarðanir í seinni hálfleik. Framarar voru einfaldlega betri í dag. Svo er óþolandi að menn séu að fá rauð spjöld á síðustu leikmínútunum. „Við vorum lélegir sóknarlega og erum komnir skammt á veg. Sigurbergur og Elías voru rétt tilbúnir fyrir leikinn og við þurfum að spila á þeim til að koma þeim inn í fyrsta leik í deildinni," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira