Heimir Örn: Dómarar verða að fatta mannleg samskipti Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 26. janúar 2013 18:27 Heimir Örn Árnason Mynd/Daníel „Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
„Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira