

Eru háskólakennarar kennarar?
Eins sammála og ég er því að háskólakennarar eigi að vanda til verka á sama hátt og aðrir kennarar, tek ég eftir því að gagnrýnendurnir átta sig oft ekki á einu mikilvægu atriði. Háskólakennarar sem eru í fullu starfi sem slíkir hafa kennslu alls ekki að aðalstarfi og líta jafnvel ekki á sig sem kennara. Þetta hljómar kannski undarlega fyrir þá sem þekkja ekki til, en leyfið mér að útskýra: Háskólar hafa, ólíkt leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, ekki aðeins það hlutverk að miðla þekkingu og veita nemendum menntun. Háskólar skapa líka þekkingu og í því kerfi sem við þekkjum á Vesturlöndum í dag er það þeirra aðalhlutverk. Gæði þeirra eru ekki metin á grundvelli árangurs á sviði kennslu nema að mjög litlu leyti. Árangur þeirra er metinn í ljósi rannsókna, bæði gæða og afkasta.
Nú er það mál út af fyrir sig hversu gott, áreiðanlegt eða sanngjarnt mat á rannsóknum er almennt og ekki síst hvað varðar íslenska háskóla: Ég ætla að láta það liggja á milli hluta hér. Staðreynd málsins er þessi: Ef árangur háskóla ræðst af öðru en gæðum kennslu, þá er ekki líklegt að mikil áhersla sé lögð á að efla kennslu, síst af öllu með því að ráða fleira fólk til að annast hana eða gera ríkari kröfur um frammistöðu háskólakennara sem kennara.
Hélt öllum spenntum
Ég stundaði sjálfur doktorsnám við ágætan erlendan háskóla. Þegar ég byrjaði á námskeiðahluta námsins sótti ég tíma hjá heimsfrægum manni sem ég var mjög spenntur fyrir að hitta og sitja í tímum hjá. Maðurinn reyndist svo leiðinlegur kennari að nemendur hans sem ekki sváfu í tímunum hans voru iðulega orðnir svo þunglyndir í lok þeirra að þeim lá við sjálfsmorðshugleiðingum. Sama haust datt ég inn í tíma hjá öðrum kennara, frábærri manneskju sem hélt öllum spenntum allan tímann með einstakri blöndu af fyrirlestrahaldi og umræðum. Hún missti starfið hinsvegar árið eftir því hún hafði ekki gefið nægilega mikið út. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki háskólakennarans í skólum sem taka sjálfa sig alvarlega.
Hvað er til ráða? Eigum við að láta suma háskóla sjá um kennslu og gera það almennilega en halda rannsóknum í örfáum skólum eða bara í sérstökum rannsóknastofnunum? Það er ekki góð leið að mínu mati. Það er einmitt eftirsóknarvert fyrir háskólanemendur að vinna með kennurum sem eru í senn miðlarar vísinda og fræða og rannsakendur. Háskóli sem tengist ekki rannsóknum er ekki háskóli.
Hjarðkennsla
Það er til ein leið. Hún er ekki ódýr en hún er einföld. Fyrirbærið glærufyrirlestur er afleit aðferð til að vinna með nemendum og miðla skilningi, þekkingu og rökhugsun. Fyrirlestrar geta verið góðir í bland, en blandan þarf að vera frekar þunn. Árangursríkastar eru aðferðir sem halda nemendum virkum í samræðum, lestri og verkefnavinnu. Þá er vinna kennarans ekki fólgin í því að lesa yfir þeim það sem skrifað hefur verið á glærur, oftast soðið (stundum hraðsoðið) upp úr kennslubók eða einhverju öðru sem nemendur eiga hvort eð er að vera búnir að lesa. Nei. hún er fólgin í því ræða við nemendur, fara yfir verkefni þeirra, veita ábendingar, leiðbeiningar og ráð.
Það er því miður alltof algengt að kennarar eigi fyrst og fremst samskipti við nemendur yfir glærufyrirlestrum en fái sérstaka aðstoðarkennara (yfirleitt lengra komna nemendur) til að fara yfir verkefni. Þetta er í rauninni ekki góður siður. Vinna kennarans ætti ekki síst að felast í því að fara í gegnum verkefni nemenda. Þannig kynnast kennarar nemendum og geta leiðbeint þeim betur. Þannig verða til samskipti sem geta líka veitt nemendum innsýn í rannsóknirnar sem kennarar þeirra stunda.
En ég sagði að þetta yrði dýrt. Við myndum þurfa að draga verulega úr hjarðkennslu í stórum sölum. Við yrðum að reikna fleiri tíma á kennara fyrir vinnu með nemendum en nú er gert, við yrðum að breyta skipulagi kennslu og við yrðum að láta árangur í kennslu skipta meira máli við árangurs- og gæðamat háskóla. Þá yrðu háskólakennarar loksins kennarar og gætu verið stoltir af því.
Skoðun

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar