Útflutt orka gríðarlega verðmæt Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2013 10:15 Hvort málið fær framgang veit enginn fyrr en ítarleg skoðun á málinu hefur farið fram. Slík rannsókn tekur 2-3 ár. Grafík/Jónas og Svavar Ekkert bendir til annars en að í boði verði mjög hátt verð fyrir íslenska orku verði hún seld til Bretlands um sæstreng. Eiginleikar íslenskrar orkuöflunar gera hana verðmætari en þeir orkukostir sem bjóðast í Bretlandi í dag, sem eru hins vegar verðlagðir í langtímasamningum á þreföldu til fimmföldu listaverði Landsvirkjunar. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, á haustfundi fyrirtækisins í gær. „Við erum bjartsýn. Flestir sem eru að gera langtímasamninga bjóða ótrygga orku, en það sem Breta vantar er stýranleg orka. Möguleikar okkar til að fá gott verð eru sannarlega til staðar en við vitum ekki hversu gott það yrði,“ sagði Hörður um möguleika á sölu orku um sæstreng, en margtók fram að óvissuþættirnir í málinu væru fjölmargir. Fyrir mánuði var gerður samningur við Hinkley Point-kjarnorkuverið um 150 dollara á megavattstund í 35 ár. Bretar hafa verið árum saman að koma þessu verkefni í gang en lentu málinu loks með kínversku fjármagni. Fréttablaðið spurði Hörð hvort ástæða væri til þess að ætla að Íslendingum yrði boðið lægra verð en langtímasamningar við kjarnorkuver hljóða upp á í dag eða 150 dollarar á móti verðlista Landsvirkjunar sem hljóðar upp á 43 dollara á megavattstundina. „Ég veit það ekki. Við erum hins vegar með miklu betri og verðmætari vöru. Þetta er allt háð samningum og viðræður hafa ekki hafist,“ svaraði Hörður. Bresk stjórnvöld hafa samþykkt nýja löggjöf um umbreytingu raforkukerfisins og þeir eru tilbúnir til að gera bindandi raforkusamninga í 15 til 35 ár. Stærðirnar liggja fyrir. Raforkuverð í Bretlandi er um 80 dollarar á megavattstund. Þarlend stjórnvöld eru hins vegar tilbúin að borga 150 til 215 dollara allt eftir eðli raforkuframleiðslunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ítarlegri fréttaskýringu í október um sæstrengsverkefnið þá er ákvörðun um að leggja sæstreng í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og um hana verður að nást víðtæk sátt í samfélaginu, að mati Landsvirkjunar sem fól Gallup að kanna hug landsmanna til sæstrengsverkefnisins. Kom í ljós að um 60% þjóðarinnar eru fylgjandi því að skoða þennan möguleika en 10% eru á öndverðri skoðun; 30% leggjast ekki gegn því. Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að í boði verði mjög hátt verð fyrir íslenska orku verði hún seld til Bretlands um sæstreng. Eiginleikar íslenskrar orkuöflunar gera hana verðmætari en þeir orkukostir sem bjóðast í Bretlandi í dag, sem eru hins vegar verðlagðir í langtímasamningum á þreföldu til fimmföldu listaverði Landsvirkjunar. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, á haustfundi fyrirtækisins í gær. „Við erum bjartsýn. Flestir sem eru að gera langtímasamninga bjóða ótrygga orku, en það sem Breta vantar er stýranleg orka. Möguleikar okkar til að fá gott verð eru sannarlega til staðar en við vitum ekki hversu gott það yrði,“ sagði Hörður um möguleika á sölu orku um sæstreng, en margtók fram að óvissuþættirnir í málinu væru fjölmargir. Fyrir mánuði var gerður samningur við Hinkley Point-kjarnorkuverið um 150 dollara á megavattstund í 35 ár. Bretar hafa verið árum saman að koma þessu verkefni í gang en lentu málinu loks með kínversku fjármagni. Fréttablaðið spurði Hörð hvort ástæða væri til þess að ætla að Íslendingum yrði boðið lægra verð en langtímasamningar við kjarnorkuver hljóða upp á í dag eða 150 dollarar á móti verðlista Landsvirkjunar sem hljóðar upp á 43 dollara á megavattstundina. „Ég veit það ekki. Við erum hins vegar með miklu betri og verðmætari vöru. Þetta er allt háð samningum og viðræður hafa ekki hafist,“ svaraði Hörður. Bresk stjórnvöld hafa samþykkt nýja löggjöf um umbreytingu raforkukerfisins og þeir eru tilbúnir til að gera bindandi raforkusamninga í 15 til 35 ár. Stærðirnar liggja fyrir. Raforkuverð í Bretlandi er um 80 dollarar á megavattstund. Þarlend stjórnvöld eru hins vegar tilbúin að borga 150 til 215 dollara allt eftir eðli raforkuframleiðslunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ítarlegri fréttaskýringu í október um sæstrengsverkefnið þá er ákvörðun um að leggja sæstreng í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og um hana verður að nást víðtæk sátt í samfélaginu, að mati Landsvirkjunar sem fól Gallup að kanna hug landsmanna til sæstrengsverkefnisins. Kom í ljós að um 60% þjóðarinnar eru fylgjandi því að skoða þennan möguleika en 10% eru á öndverðri skoðun; 30% leggjast ekki gegn því.
Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira