Innlent

Óborganlegt myndband - svona á ekki að krulla hár

Tori nokkur Locklear frá Bandaríkjunum hefur öðlast heimsfrægð á aðeins nokkrum dögum eftir að hún birti misheppnað kennslumynband á myndbandavefnum YouTube. Þar reynir Tori að kenna rétt handbrögð þegar krullujárn er notað.

Kennslustundin er þó vægast sagt misheppnuð.

Allt gengur vel í fyrstu og svo virðist sem að Tori sé nokkuð sjóuð í þessum efnum. Hún vefur hárlokki um krullujárnið og bendir áhorfendum á að bíða skuli í 20 sekúndur eða meira.

Þegar Tori losar loks um krullujárnið dregur hún lokkinn með. Það eru síðan óborganleg viðbrögð stúlkunnar sem hafa vakið athygli enda kemur stúlkan vart upp orði.

Vangaveltur eru um hvort að myndbandið sé í raun gabb. Af viðbrögðum Tori að dæma er þó ljóst að henni var nokkuð brugðið.

Hægt er að nálgast myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×