Innlent

Bjarni Ben nýtur minnsta traustsins

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur minna trausts en allir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur mesta traustsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir næstmest.

Þetta kemur fram í könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum. Um 66% aðspurðra sögðust bera lítið traust til Bjarna en um 15% mikið traust. Um 47% sögðust bera mikið traust til Hönnu Birnu en um 26% lítið traust.

„Líkt og í fyrri mælingum þá njóta flokksformenn almennt mikils trausts meðal stuðningsmanna eigin flokka. Þannig mælast formenn Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar njóta trausts 70% til 84% stuðningsfólks eigin flokka.

Formaður Sjálfstæðisflokksins sker sig aftur á móti nokkuð úr hvað þetta varðar en rétt um 50% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú segjast jafnframt bera mikið traust til hans.

Þá er athyglivert að sjá að bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, sem báðar hafa verið orðaðar við formannsembætti í eigin flokkum, mælast hafa meira traust meðal eigin samflokksfólks en nokkur núverandi flokksformaður (eða um og yfir 85% hvor)."

Nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×