Innlent

Ekkert ómerkt hrossakjöt í íslensku hakki

Svo virðist sem stóra hrossakjötsmálið teygi ekki anga sína hingað til lands ef marka má niðurstöður úr rannsókn Matvælastofnunnar sem birtar voru í dag.

Stofnunin tók fyrir rúmri viku sextán sýni úr islensku hakki og framleiðsluvörum til að kanna hvort að hrossakjöt væri að finna í vörunum án þess að það kæmi fram í merkingum.

Öll sýnin reyndust neikvæð en matvælastofnun mun á næstu dögum fara nánar yfir þær vörur sem teknar voru til rannsóknar með tilliti til innihaldsefna og merkinga þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×