Innlent

Hafnarfjörður afskrifar 16 milljónir og tekur upp samstarf við Motus

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður.
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að afskrifa óinnheimtanlegar kröfur fyrir síðasta ár en upphæðin nemur rétt tæpar 16 milljónir króna.

Á sama fundi kynnti fjármálastjóri bæjarins samstarfi við innheimtufyrirtækið Motus ehf. varðandi vanskilainnheimtu. Sérstaklega er tekið fram í fundargerðinni að ekki sé um breytingar á núverandi innheimtuferli að ræða. Skuldugir Hafnfirðingar mega því búast við bréfi frá Motus standi þeir ekki í skilum við bæinn.

Þá kynnti fjármálastjóri drög að ársreikningi bæjarsjóðs fyrir síðasta ár. Jafnframt kynnti fjármálastjórinn bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem fram kemur að nefndin óskar ekki eftir frekari upplýsingum varðandi áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að ná þeim viðmiðum sem sveitarstjórnarlög setja um fjárhagsleg viðmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×