Innlent

Segjast ekki fá hráefni og óska því eftir að flytja mjólk inn til landsins

Mjólkursamsalan. Mynd úr safni.
Mjólkursamsalan. Mynd úr safni.
Mjólkurbúið KÚ ehf. hefur óskað eftir undanþágu atvinnuvegaráðuneytisins til innflutnings á lífrænni mjólk frá Danmörku samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Mjólkurbúið KÚ framleiðir ostinn Glaðning úr lífrænni mjólk sem keypt hefur verið frá Mjólkursamsölunni. Forsvarsmenn mjólkurbúsins KÚ segja að frá áramótum hafi gengið mjög erfiðlega að fá hráefni til framleiðslunnar frá Mjólkursamsölunni án þess að viðhlítandi skýringar hafi fengist.

Svo segir orðrétt: „Ekki verður búið við slíkt og því hefur KÚ óskað eftir heimild ráðuneytisins til að flytja inn allt að 8000 lítrum á viku af lífrænni mjólk frá Danmörku.

"Við væntum þess að ráðuneytið bregðist fljótt og vel við þessari beiðni okkar því það er ekki hægt að una við að Mjólkursamsalan geti í krafti einokunarstöðu lokað fyrir hráefnissölu til einstakra aðila sem eru þeim ekki þóknanlegir," segir Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri hjá KÚ ehf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×