Innlent

Lögreglufylgd með stórflutningum í Búðarhálsvirkjun

Stórir og fyrirferðarmiklir vélarhlutir í Búðarhálsvirkjun, voru fluttir frá Reykjavík og að virkjuninni í nótt á vögnum, sem fjórir dráttrarbílar drógu.

Sumir hlutirnir voru svo breiðir að þeir náðu yfir tvær akreinar þannig að lögregla ók á undan og beindi bílum út fyrir veg inn á afleggjara eða á útskot.

Flutningurinn gekk snurðulaust, að sögn lögreglunnar á Selfossi og eru bílarnir komnir á áfangastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×