1. maí – framtíðarsýn Bandalags háskólamanna Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. Það kallar á hærra menntunarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs. Framleiðnivandinn er ekki hvað síst í verslun og þjónustu, þar er hagnaður af unnum tímum hvað minnstur. Uppbygging á vinnumarkaði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Í alþjóðlegum samanburði á Ísland langt í land hvað varðar áætlanagerð og stefnumótun til langs tíma. Vertíðarhugsun á vissulega sinn sess í sögu okkar hvað varðar lífsafkomu í harðbýlu landi, en hraðar breytingar á undanförnum áratugum ættu þó að leiða okkur inn á nýjar brautir. Að vinna mikið og vinna hratt er ekki lengur eina forsendan fyrir því að komast af og alls ekki vænlegt til árangurs þegar samkeppni við nágrannalöndin er annars vegar.Framþróun á vinnumarkaði Það er mat Bandalags háskólamanna (BHM) að áherslubreyting þurfi að verða í stefnumótun á íslenskum vinnumarkaði. Háskólamenntuðu vinnuafli fer ört fjölgandi og því er brýnt að tillit sé tekið til þess við áætlanagerð í kjaramálum á öllum sviðum. Markviss fjölgun starfa á íslenskum vinnumarkaði má alls ekki horfa fram hjá þessum hópi, enda myndi slíkt bitna á öllum, ekki síst ófaglærðum. Það mun ekki ganga til lengdar að treysta á að vinnumarkaður háskólamenntaðra verði til af sjálfu sér, eins og hingað til hefur verið gert. Uppbyggingu starfa fyrir háskólamenntaða, hvort sem hún er undir merkjum nýsköpunar, sprotastarfs eða skapandi greina, ber síst að skoða sem atlögu að hefðbundnum starfsgreinum. Þvert á móti er það mikill styrkur þegar saman fer rótgróin starfsemi og ný færni.Kjör og réttindi Sögulega séð hefur stærsti viðsemjandi aðildarfélaga BHM verið hið opinbera. Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna á almennum vinnumarkaði, auk þess sem störf hjá hinu opinbera færast frá því að teljast ófaglærð í að krefjast fagþekkingar. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun við samningagerð, enda verður samkomulag um laun háskólamenntaðra, hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, að endurspegla að söluvaran er sérfræðiþekking. Kjarasamningar sem byggja á hugmyndafræði uppmælingar eru illa næmir á verðmæti þekkingar. Þennan tiltekna upphafsdag maímánaðar hlýtur forysta launafólks að vera meðvituð um framkomnar hugmyndir um nýja þjóðarsátt. Ef víxlverkanir launahækkana og gengisfellinga eru að bresta á verður sú samræða óhjákvæmileg. Og þennan maídag, nú sem fyrr, svífur landlægur launamunur kynja yfir vötnum og virðist ekki ætla að hypja sig í bráð. Mun þjóðarsátt um kjör fela í sér samkomulag um stöðnun eða afturför í jafnréttismálum? Og mun ný þjóðarsátt, eins og sú fyrri og nýlegur stöðugleikasáttmáli frá 2009, verða á kostnað háskólamenntaðs millitekjufólks? Getur einhver sætt sig við það? Forsenda fyrir bættum réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum. Íslenskur vinnumarkaður verður að nýta vaxtarmöguleikana sem fylgja hækkuðu menntastigi og framsækinni þróun starfa sem ekki byggja á nýtingu náttúrugæða. Ef það mistekst mun umræða framtíðarinnar um velferð á vinnumarkaði einkennast af stöðnun. Horfum því fram á veginn, mótum trúverðuga framtíðarsýn og nýjar áherslur á grunni sterkara samspils menntunar og vinnumarkaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. Það kallar á hærra menntunarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs. Framleiðnivandinn er ekki hvað síst í verslun og þjónustu, þar er hagnaður af unnum tímum hvað minnstur. Uppbygging á vinnumarkaði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Í alþjóðlegum samanburði á Ísland langt í land hvað varðar áætlanagerð og stefnumótun til langs tíma. Vertíðarhugsun á vissulega sinn sess í sögu okkar hvað varðar lífsafkomu í harðbýlu landi, en hraðar breytingar á undanförnum áratugum ættu þó að leiða okkur inn á nýjar brautir. Að vinna mikið og vinna hratt er ekki lengur eina forsendan fyrir því að komast af og alls ekki vænlegt til árangurs þegar samkeppni við nágrannalöndin er annars vegar.Framþróun á vinnumarkaði Það er mat Bandalags háskólamanna (BHM) að áherslubreyting þurfi að verða í stefnumótun á íslenskum vinnumarkaði. Háskólamenntuðu vinnuafli fer ört fjölgandi og því er brýnt að tillit sé tekið til þess við áætlanagerð í kjaramálum á öllum sviðum. Markviss fjölgun starfa á íslenskum vinnumarkaði má alls ekki horfa fram hjá þessum hópi, enda myndi slíkt bitna á öllum, ekki síst ófaglærðum. Það mun ekki ganga til lengdar að treysta á að vinnumarkaður háskólamenntaðra verði til af sjálfu sér, eins og hingað til hefur verið gert. Uppbyggingu starfa fyrir háskólamenntaða, hvort sem hún er undir merkjum nýsköpunar, sprotastarfs eða skapandi greina, ber síst að skoða sem atlögu að hefðbundnum starfsgreinum. Þvert á móti er það mikill styrkur þegar saman fer rótgróin starfsemi og ný færni.Kjör og réttindi Sögulega séð hefur stærsti viðsemjandi aðildarfélaga BHM verið hið opinbera. Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna á almennum vinnumarkaði, auk þess sem störf hjá hinu opinbera færast frá því að teljast ófaglærð í að krefjast fagþekkingar. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun við samningagerð, enda verður samkomulag um laun háskólamenntaðra, hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, að endurspegla að söluvaran er sérfræðiþekking. Kjarasamningar sem byggja á hugmyndafræði uppmælingar eru illa næmir á verðmæti þekkingar. Þennan tiltekna upphafsdag maímánaðar hlýtur forysta launafólks að vera meðvituð um framkomnar hugmyndir um nýja þjóðarsátt. Ef víxlverkanir launahækkana og gengisfellinga eru að bresta á verður sú samræða óhjákvæmileg. Og þennan maídag, nú sem fyrr, svífur landlægur launamunur kynja yfir vötnum og virðist ekki ætla að hypja sig í bráð. Mun þjóðarsátt um kjör fela í sér samkomulag um stöðnun eða afturför í jafnréttismálum? Og mun ný þjóðarsátt, eins og sú fyrri og nýlegur stöðugleikasáttmáli frá 2009, verða á kostnað háskólamenntaðs millitekjufólks? Getur einhver sætt sig við það? Forsenda fyrir bættum réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum. Íslenskur vinnumarkaður verður að nýta vaxtarmöguleikana sem fylgja hækkuðu menntastigi og framsækinni þróun starfa sem ekki byggja á nýtingu náttúrugæða. Ef það mistekst mun umræða framtíðarinnar um velferð á vinnumarkaði einkennast af stöðnun. Horfum því fram á veginn, mótum trúverðuga framtíðarsýn og nýjar áherslur á grunni sterkara samspils menntunar og vinnumarkaðar.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun