Brotvænt Ísland Halldór Berg Harðarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar