Fræðsla um réttindi barna getur minnkað einelti Stefán Ingi Stefánsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, vanrækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttindafræðsla og kynja- og jafnréttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætlunum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Yfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þessum þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metnaðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskólalíkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskólum með góðum árangri. Skólalíkanið miðar að því að innleiða réttindi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að verkfæri í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mælanleg áhrif á tíðni eineltis og annars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skólunum minnkaði í kjölfar innleiðingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemendur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans.Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttindafræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynslunnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkrum íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og fullorðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða fulltrúar eigin réttinda, sem og réttinda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, vanrækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttindafræðsla og kynja- og jafnréttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætlunum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Yfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þessum þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metnaðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskólalíkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskólum með góðum árangri. Skólalíkanið miðar að því að innleiða réttindi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að verkfæri í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mælanleg áhrif á tíðni eineltis og annars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skólunum minnkaði í kjölfar innleiðingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemendur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans.Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttindafræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynslunnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkrum íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og fullorðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða fulltrúar eigin réttinda, sem og réttinda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar