Nissan Qashqai frumsýndur í London í gær Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 17:23 Ný kynslóð Nissan Qashqai Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent