Flug og vellir Eggert Ásgeirsson skrifar 18. september 2013 06:00 Ungur fylgdist ég með lendingarstað flugvéla á Briemstúni í Vatnsmýri (sjóflugvéla í Vatnagörðum og Skerjafirði). Þar var vagga alþjóðaflugþjónustu sem dagaði uppi sem umdeildur innanlands- og þotuliðsvöllur. Hef ég orðið vitni að tveimur dauðaslysum þar, enda hefur völlurinn blasað við út um gluggann hjá mér svo lengi sem ég man. Ég man bæði Balbo og Lindberg. Ég dróst inn í deilur þegar ég annaðist hljóðmælingu fyrir borgarlæknisembættið á 5. og 6. áratugunum. Þá var býsna mikið millilandaflug og sundurþykkja um völlinn vegna hávaða. Flugmálastjórn dró þá þegar taum „flugsins“ og þótti, með réttu eða röngu, lítið vit í efasemdum heilbrigðiseftirlits um hávaða; gerir sjálfsagt enn. Ég fann fyrir því hve erfitt var að lenda í orðaskaki við flug(mála)menn, sem voru vormenn þjóðarinnar. Það hafði neikvæð áhrif á heimilislíf að fylgjast með og skrá flugferðir úr stofunni okkar og vera oft með hljóðmæli á lofti. Svo skipti ég um starf og bægði frá mér neikvæðum hugsunum í garð „flugsins“. Strax og ég hætti mælingum og skýrslugerð þótti mér sem drægi úr hávaðanum; nema það hafi verið vegna þess að flugumferð fluttist héðan úr bænum að hluta. Einnig varð tvöfalt rúðugler ráðandi. Kannski verða menn enn sáttari með þreföldum rúðum? Alla tíð hefur verið erfitt að fá upplýsingar um hvaða reglur gilda um hvenær sólarhrings flugvöllurinn er opinn; hver skuli vera flugstefna og hvernig reglum er fylgt fram. Ekki fer hjá því að mér verði hugsað í þessa áttina þegar veðrið er gott, fjölskyldan í garðinum að rabba um daginn (flugið) og veginn (flugleiðina); hvort virkilega sé leyfilegt að víkja svo fljótt frá beinni stefnu að flogið sé beint yfir kaffibollann. Nágranni minn skráði einu sinni flugvélar í „snertiflugi“ og taldi fimm ferðir sömu vélar á einni sólskinsklukkustund. Mér skilst að snertilendingar séu að meðaltali 120 á dag. Hvað um hljóðkúta á flugvélar?! En við erum undir fjalaketti, því sá valdamikli „NÝI LANDSPÍTALI“ er í uppsiglingu í nágrenninu. Milli tveggja ríkisstofnana, flugmála og spítala, hefur hræðslubandalag komist á. Sem sé; líf sjúkra og slasaðra á þessu landi á allt sitt undir því komið að þessar stoðir séu klesstar, hvor upp að annarri. Nefna má annað svið sem ég kom líka nálægt, fyrir löngu. Sjúkraflutningar hafa tekið framförum eins og hjálparstörf. Ekki veit ég hvort fleiri hafa veitt því athygli en ég að sírenunotkun í sjúkraflutningum hefur minnkað stórlega. Sama segja fleiri og yngri en ég. Faglegt skipulag sjúkraflutninga, menntun og sérhæfing sjúkraflutningaliðs hefur leitt til þess að ekki er talið að lífið liggi nú jafn oft við í sjúkraflutningum og fyrr. Skipulag hefur leitt til þess að búið er betur að sjúkum og slösuðum og móttaka þeirra tryggari. Því hefur stórlega dregið úr asa, hávaða og slysum í flutningi sjúkra. Hljóðvist sjúklinga og nágranna hefur stórlega batnað, að þessu leyti. Heyrt hef ég kunnáttumenn í slysa- og sjúkrahjálp halda því fram að fyrst og fremst þurfi að undirbúa sjúkling, „stabílísera“ og flytja þá er það hefur tekist. En á þessa staðreynd var lítið minnst fyrr en hún kom upp á yfirborðið í deilum sem risu á Landspítala um launakostnað (auðvitað); ósennilega vegna velferðar sjúklinga, síst vegna staðsetningar flugvallarins. Í umræðu um flugvelli hef ég ekki fengið upplýsingar eða heyrt getið rannsókna á notkun flugvalla og flugvéla, mest rætt um „vindrósir“ á ýmsum heiðum og um afstöðu almennings til málsins, án fræðslu; hvort flugvellir eigi að vera hér eða þar, á heiði, nesi, eyju eða sjávarbotni. Rannsóknir flugskólans Keilis lofa góðu. Margar almannastofnanir hafa „upplýsinga“-fulltrúa í þjónustu sinni, sem bíða eftir því að reitt sé til höggs; ekki endilega gagnvart þjóðinni, heldur þeim sjálfum. Flutningur flugvalla hefur býsna oft átt sér stað. Sjálfur hef ég fylgst með flutningi alþjóðaflugs frá Bromma til Arlanda í Svíþjóð; frá Fornebu til Gardermoen í Noregi og frá Reykjavík til Keflavíkur. Ekki hefur það allt mælst vel fyrir, hinu versta spáð, nema kannski hvað Keflavík áhrærir. Allir eru flugvellirnir í ámóta fjarlægð frá höfuðborgum landanna og reynast vel. Nýlega virti ég fyrir mér umferðina við Gardermoen. Löng leið er þangað frá Ósló en örstutt að fljúga þaðan til t.d. til Bergen eða Stavanger. Flugstöðin er skipt, almenn afgreiðsla, erlent flug annars vegar og innanlandsflug hins vegar, með ágætri þjónustu sem á við (þarf ekki að koma „tax-free“ fyrir í herbergiskytru eins og fyrir Grænlands- og Færeyjafarþega á Vatnsmýrarvelli). Allt með faglegum þjónustu- og menningarblæ. Hraðlestin frá vellinum að aðaljárnbrautarstöðinni virðist hafa verið fljótfærnisákvörðun, tekin í hita augnabliksins, er verjast þurfti andúð, þegar átti að flytja völlinn. Það sama gæti gerst hér. En samhliða lestinni þróast strætisvagnakerfi, til og frá þéttbýlisstöðum og íbúahverfum. Sýnist fólk ánægt, á leið til næstu bæja eða í innanlands- og millilandaflug. Þar kem ég að því, sem mér sýnist lítið hafa verið rætt: Hvert er þjónustusvæði Reykjavíkurvallar? Skagafjörður, Skaftafellssýsla, Húnavatnssýsla o.fl. Hvaðan koma flugfarþegar, hvert eru þeir að fara og í hvaða erindum? Sýnast mér margir landsbyggðarmenn á leið til útlanda þurfa að vera nætursakir í Reykjavík, ef um flug til útlanda er að ræða. Sama þegar komið er til landsins, jafnvel þótt menn séu á eigin bílum. Tímaeyðsla og kostnaður. Fyrir skömmu átti ég leið út á flugvöll og heyrði í útvarpi neikvæðar umræður um flutning Reykjavíkurflugvallarins. Varð mér þá litið yfir bílastæðin sem eru mörg við flugstöðina. Skrapp ég út að afgreiðslu FÍ 24.8. Voru þá 308 bílar á stæðum um hádegisbil þá helgi. Mér var ljóst að starfsmannabílar hlytu að vera nokkrir. Fór þangað aftur 29.8. upp úr miðnætti. Þá voru 189 bílar á stæðinu. Fyrir nokkru fréttist að Flugfélag Íslands vildi, að mér skildist, skipuleggja bílastæði og hefja gjaldtöku. Þá gaf sig fram einhver flugvallastjórn sem bannaði það; sagðist eiga svæðið! Ég vona að ég fari rétt með. Sem sé, bílastæðin eru enn og verða sennilega óbreytt. Hvað er á seyði? Eru hér vélabrögð tengd óbreyttum flugvelli? Mér þykir margt benda til þess að það séu einkum stofnanir, fyrirtæki eða vel efnaðir farþegar sem eiga aukabíla á flugvellinum til að grípa til, á sama hátt og Vestmannaeyingar eiga aukabíla á Landeyjasandi. Er Reykjavíkurflugvöllur kannski fyrst og fremst fyrir þingmenn eða … Fróðlegt að líta til sögunnar og sjá hve tregðulögmálið er ríkt gagnvart breytingum! En hvað segir sagan? Auðvitað að breytingar, hvort sem um er að ræða síma, rafmagn, viðskipti, hömlur, afnám hafta, reglur eða menning breytir samfélaginu, leiðir kannski til framfara þegar til lengri tíma er litið, þótt menn eigi það til að efast um framtíðina. Nú er tilraunin Reykjavíkurflugvöllur fullreynd og kominn tími til nýrrar! Verði flugvöllurinn áfram á sama stað? Þá fer það einhvern veginn! Eftirkomendurnir sjá um sig! Ekki ég! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ungur fylgdist ég með lendingarstað flugvéla á Briemstúni í Vatnsmýri (sjóflugvéla í Vatnagörðum og Skerjafirði). Þar var vagga alþjóðaflugþjónustu sem dagaði uppi sem umdeildur innanlands- og þotuliðsvöllur. Hef ég orðið vitni að tveimur dauðaslysum þar, enda hefur völlurinn blasað við út um gluggann hjá mér svo lengi sem ég man. Ég man bæði Balbo og Lindberg. Ég dróst inn í deilur þegar ég annaðist hljóðmælingu fyrir borgarlæknisembættið á 5. og 6. áratugunum. Þá var býsna mikið millilandaflug og sundurþykkja um völlinn vegna hávaða. Flugmálastjórn dró þá þegar taum „flugsins“ og þótti, með réttu eða röngu, lítið vit í efasemdum heilbrigðiseftirlits um hávaða; gerir sjálfsagt enn. Ég fann fyrir því hve erfitt var að lenda í orðaskaki við flug(mála)menn, sem voru vormenn þjóðarinnar. Það hafði neikvæð áhrif á heimilislíf að fylgjast með og skrá flugferðir úr stofunni okkar og vera oft með hljóðmæli á lofti. Svo skipti ég um starf og bægði frá mér neikvæðum hugsunum í garð „flugsins“. Strax og ég hætti mælingum og skýrslugerð þótti mér sem drægi úr hávaðanum; nema það hafi verið vegna þess að flugumferð fluttist héðan úr bænum að hluta. Einnig varð tvöfalt rúðugler ráðandi. Kannski verða menn enn sáttari með þreföldum rúðum? Alla tíð hefur verið erfitt að fá upplýsingar um hvaða reglur gilda um hvenær sólarhrings flugvöllurinn er opinn; hver skuli vera flugstefna og hvernig reglum er fylgt fram. Ekki fer hjá því að mér verði hugsað í þessa áttina þegar veðrið er gott, fjölskyldan í garðinum að rabba um daginn (flugið) og veginn (flugleiðina); hvort virkilega sé leyfilegt að víkja svo fljótt frá beinni stefnu að flogið sé beint yfir kaffibollann. Nágranni minn skráði einu sinni flugvélar í „snertiflugi“ og taldi fimm ferðir sömu vélar á einni sólskinsklukkustund. Mér skilst að snertilendingar séu að meðaltali 120 á dag. Hvað um hljóðkúta á flugvélar?! En við erum undir fjalaketti, því sá valdamikli „NÝI LANDSPÍTALI“ er í uppsiglingu í nágrenninu. Milli tveggja ríkisstofnana, flugmála og spítala, hefur hræðslubandalag komist á. Sem sé; líf sjúkra og slasaðra á þessu landi á allt sitt undir því komið að þessar stoðir séu klesstar, hvor upp að annarri. Nefna má annað svið sem ég kom líka nálægt, fyrir löngu. Sjúkraflutningar hafa tekið framförum eins og hjálparstörf. Ekki veit ég hvort fleiri hafa veitt því athygli en ég að sírenunotkun í sjúkraflutningum hefur minnkað stórlega. Sama segja fleiri og yngri en ég. Faglegt skipulag sjúkraflutninga, menntun og sérhæfing sjúkraflutningaliðs hefur leitt til þess að ekki er talið að lífið liggi nú jafn oft við í sjúkraflutningum og fyrr. Skipulag hefur leitt til þess að búið er betur að sjúkum og slösuðum og móttaka þeirra tryggari. Því hefur stórlega dregið úr asa, hávaða og slysum í flutningi sjúkra. Hljóðvist sjúklinga og nágranna hefur stórlega batnað, að þessu leyti. Heyrt hef ég kunnáttumenn í slysa- og sjúkrahjálp halda því fram að fyrst og fremst þurfi að undirbúa sjúkling, „stabílísera“ og flytja þá er það hefur tekist. En á þessa staðreynd var lítið minnst fyrr en hún kom upp á yfirborðið í deilum sem risu á Landspítala um launakostnað (auðvitað); ósennilega vegna velferðar sjúklinga, síst vegna staðsetningar flugvallarins. Í umræðu um flugvelli hef ég ekki fengið upplýsingar eða heyrt getið rannsókna á notkun flugvalla og flugvéla, mest rætt um „vindrósir“ á ýmsum heiðum og um afstöðu almennings til málsins, án fræðslu; hvort flugvellir eigi að vera hér eða þar, á heiði, nesi, eyju eða sjávarbotni. Rannsóknir flugskólans Keilis lofa góðu. Margar almannastofnanir hafa „upplýsinga“-fulltrúa í þjónustu sinni, sem bíða eftir því að reitt sé til höggs; ekki endilega gagnvart þjóðinni, heldur þeim sjálfum. Flutningur flugvalla hefur býsna oft átt sér stað. Sjálfur hef ég fylgst með flutningi alþjóðaflugs frá Bromma til Arlanda í Svíþjóð; frá Fornebu til Gardermoen í Noregi og frá Reykjavík til Keflavíkur. Ekki hefur það allt mælst vel fyrir, hinu versta spáð, nema kannski hvað Keflavík áhrærir. Allir eru flugvellirnir í ámóta fjarlægð frá höfuðborgum landanna og reynast vel. Nýlega virti ég fyrir mér umferðina við Gardermoen. Löng leið er þangað frá Ósló en örstutt að fljúga þaðan til t.d. til Bergen eða Stavanger. Flugstöðin er skipt, almenn afgreiðsla, erlent flug annars vegar og innanlandsflug hins vegar, með ágætri þjónustu sem á við (þarf ekki að koma „tax-free“ fyrir í herbergiskytru eins og fyrir Grænlands- og Færeyjafarþega á Vatnsmýrarvelli). Allt með faglegum þjónustu- og menningarblæ. Hraðlestin frá vellinum að aðaljárnbrautarstöðinni virðist hafa verið fljótfærnisákvörðun, tekin í hita augnabliksins, er verjast þurfti andúð, þegar átti að flytja völlinn. Það sama gæti gerst hér. En samhliða lestinni þróast strætisvagnakerfi, til og frá þéttbýlisstöðum og íbúahverfum. Sýnist fólk ánægt, á leið til næstu bæja eða í innanlands- og millilandaflug. Þar kem ég að því, sem mér sýnist lítið hafa verið rætt: Hvert er þjónustusvæði Reykjavíkurvallar? Skagafjörður, Skaftafellssýsla, Húnavatnssýsla o.fl. Hvaðan koma flugfarþegar, hvert eru þeir að fara og í hvaða erindum? Sýnast mér margir landsbyggðarmenn á leið til útlanda þurfa að vera nætursakir í Reykjavík, ef um flug til útlanda er að ræða. Sama þegar komið er til landsins, jafnvel þótt menn séu á eigin bílum. Tímaeyðsla og kostnaður. Fyrir skömmu átti ég leið út á flugvöll og heyrði í útvarpi neikvæðar umræður um flutning Reykjavíkurflugvallarins. Varð mér þá litið yfir bílastæðin sem eru mörg við flugstöðina. Skrapp ég út að afgreiðslu FÍ 24.8. Voru þá 308 bílar á stæðum um hádegisbil þá helgi. Mér var ljóst að starfsmannabílar hlytu að vera nokkrir. Fór þangað aftur 29.8. upp úr miðnætti. Þá voru 189 bílar á stæðinu. Fyrir nokkru fréttist að Flugfélag Íslands vildi, að mér skildist, skipuleggja bílastæði og hefja gjaldtöku. Þá gaf sig fram einhver flugvallastjórn sem bannaði það; sagðist eiga svæðið! Ég vona að ég fari rétt með. Sem sé, bílastæðin eru enn og verða sennilega óbreytt. Hvað er á seyði? Eru hér vélabrögð tengd óbreyttum flugvelli? Mér þykir margt benda til þess að það séu einkum stofnanir, fyrirtæki eða vel efnaðir farþegar sem eiga aukabíla á flugvellinum til að grípa til, á sama hátt og Vestmannaeyingar eiga aukabíla á Landeyjasandi. Er Reykjavíkurflugvöllur kannski fyrst og fremst fyrir þingmenn eða … Fróðlegt að líta til sögunnar og sjá hve tregðulögmálið er ríkt gagnvart breytingum! En hvað segir sagan? Auðvitað að breytingar, hvort sem um er að ræða síma, rafmagn, viðskipti, hömlur, afnám hafta, reglur eða menning breytir samfélaginu, leiðir kannski til framfara þegar til lengri tíma er litið, þótt menn eigi það til að efast um framtíðina. Nú er tilraunin Reykjavíkurflugvöllur fullreynd og kominn tími til nýrrar! Verði flugvöllurinn áfram á sama stað? Þá fer það einhvern veginn! Eftirkomendurnir sjá um sig! Ekki ég!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun