Baráttan gegn atvinnuleysinu Runólfur Ágústsson skrifar 30. apríl 2013 07:00 Á Íslandi hefur náðst einstakur árangur í baráttunni gegn fjöldaatvinnuleysi. Eftir hrun var einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu en atvinnuleysi er nú með því lægsta í vestrænum ríkjum, nokkru hærra en í Austurríki og Noregi en á pari við Þýskaland og Holland. Um helgina kusum við til Alþingis. Í öllum okkar nágrannalöndum, vestan hafs og austan, hefur atvinnuleysi verið eitt af aðalmálum kosninga undanfarin misseri. Svo er ekki hér. Ástæðan er sá árangur sem ríkisstjórnin, stéttarfélög, atvinnurekendur og sveitarfélög hafa sameiginlega náð. Þrátt fyrir að samskipti ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins hafi verið hnökrótt og ekki skilað þeim árangri í fjárfestingum og atvinnusköpun sem vænst var, hefur verið alger einhugur um aðgerðir til að bæta stöðu atvinnuleitenda og skapa þeim ný tækifæri. Sérstakur sameiginlegur aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hefur samhæft og stýrt risavöxnum átaksverkefnum sem hafa virkað. Milljarðar króna hafa verið færðir úr bótakerfinu yfir í menntakerfið ásamt því að Atvinnuleysistryggingasjóður hefur styrkt þúsundir nýrra starfa. Markmiðið er að nýta betur almannafé og nota þá gríðarmiklu fjármuni sem farið hafa í bótagreiðslur til að skapa fólki raunveruleg tækifæri í stað þess að greiða þeim fyrir að sitja heima. Aðgerðir gegn atvinnuleysi hafa frá 2009 verið þríþættar. Í fyrstu var lögð ofuráhersla á að bjóða atvinnuleitendum upp á virkniúrræði til að sporna við neikvæðum afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Sérstök áhersla var lög á ungt atvinnulaust fólk með átakinu Ungt fólk til athafna sem skilaði góðum árangri og vann gegn skelfilegum áhrifum atvinnuleysis á þann stóra hóp. Síðan voru skólarnir opnaðir og þeim tryggt fjármagn til að taka á móti þúsundum atvinnuleitenda. Lögð var áhersla á að bjóða ungu atvinnulausu fólki að fara af bótum í nám. Þetta átak, sem náði hámarki árið 2011 undir slagorðinu Nám er vinnandi vegur, opnaði fólki leið af vinnumarkaði yfir í nám öllum til hagsbóta. Einstaklingurinn styrkir sína stöðu með aukinni menntun og samfélagið fjárfestir í mannauði á tímum þegar ekki er þörf fyrir vinnuafl viðkomandi. Þriðji áfanginn felst í því að auðvelda fyrirtækjum fjárfestingu í nýjum störfum með því að niðurgreiða stofnkostnað ef atvinnuleitandi er ráðinn. Þá fær fyrirtæki tímabundinn styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta upp í kjarasamningsbundin laun. Með þessum verkefnum hefur orðið til fjöldi starfa, flest árið 2012 með átaksverkefninu Vinnandi vegur og mun þeim fjölga á þessu ári með verkefninu Liðsstyrkur. Á þriðja þúsund einstaklingar fengu tækifæri til innkomu á vinnumarkað á ný á síðasta ári með þessum eða sambærilegum úrræðum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa þúsundir atvinnuleitenda nýtt sér framangreind tækifæri og farið í nám eða störf. Ofangreindar aðgerðir og sú samstaða sem um þær hefur verið, eiga stærstan þátt í lækkuðu atvinnuleysi hérlendis. Þetta eru bráðaaðgerðir í kreppu. Við höfum troðið marvaðann og gert það vel. Fjölgun framtíðarstarfa veltur hins vegar á tveimur þáttum. Aukinni erlendri fjárfestingu ásamt þeim hagvexti sem henni fylgir og hækkuðu menntastigi á vinnumarkaði. Hér þurfa stjórvöld og aðilar vinnumarkaðarins að taka höndum saman. Á því veltur framtíð okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur náðst einstakur árangur í baráttunni gegn fjöldaatvinnuleysi. Eftir hrun var einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu en atvinnuleysi er nú með því lægsta í vestrænum ríkjum, nokkru hærra en í Austurríki og Noregi en á pari við Þýskaland og Holland. Um helgina kusum við til Alþingis. Í öllum okkar nágrannalöndum, vestan hafs og austan, hefur atvinnuleysi verið eitt af aðalmálum kosninga undanfarin misseri. Svo er ekki hér. Ástæðan er sá árangur sem ríkisstjórnin, stéttarfélög, atvinnurekendur og sveitarfélög hafa sameiginlega náð. Þrátt fyrir að samskipti ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins hafi verið hnökrótt og ekki skilað þeim árangri í fjárfestingum og atvinnusköpun sem vænst var, hefur verið alger einhugur um aðgerðir til að bæta stöðu atvinnuleitenda og skapa þeim ný tækifæri. Sérstakur sameiginlegur aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hefur samhæft og stýrt risavöxnum átaksverkefnum sem hafa virkað. Milljarðar króna hafa verið færðir úr bótakerfinu yfir í menntakerfið ásamt því að Atvinnuleysistryggingasjóður hefur styrkt þúsundir nýrra starfa. Markmiðið er að nýta betur almannafé og nota þá gríðarmiklu fjármuni sem farið hafa í bótagreiðslur til að skapa fólki raunveruleg tækifæri í stað þess að greiða þeim fyrir að sitja heima. Aðgerðir gegn atvinnuleysi hafa frá 2009 verið þríþættar. Í fyrstu var lögð ofuráhersla á að bjóða atvinnuleitendum upp á virkniúrræði til að sporna við neikvæðum afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Sérstök áhersla var lög á ungt atvinnulaust fólk með átakinu Ungt fólk til athafna sem skilaði góðum árangri og vann gegn skelfilegum áhrifum atvinnuleysis á þann stóra hóp. Síðan voru skólarnir opnaðir og þeim tryggt fjármagn til að taka á móti þúsundum atvinnuleitenda. Lögð var áhersla á að bjóða ungu atvinnulausu fólki að fara af bótum í nám. Þetta átak, sem náði hámarki árið 2011 undir slagorðinu Nám er vinnandi vegur, opnaði fólki leið af vinnumarkaði yfir í nám öllum til hagsbóta. Einstaklingurinn styrkir sína stöðu með aukinni menntun og samfélagið fjárfestir í mannauði á tímum þegar ekki er þörf fyrir vinnuafl viðkomandi. Þriðji áfanginn felst í því að auðvelda fyrirtækjum fjárfestingu í nýjum störfum með því að niðurgreiða stofnkostnað ef atvinnuleitandi er ráðinn. Þá fær fyrirtæki tímabundinn styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta upp í kjarasamningsbundin laun. Með þessum verkefnum hefur orðið til fjöldi starfa, flest árið 2012 með átaksverkefninu Vinnandi vegur og mun þeim fjölga á þessu ári með verkefninu Liðsstyrkur. Á þriðja þúsund einstaklingar fengu tækifæri til innkomu á vinnumarkað á ný á síðasta ári með þessum eða sambærilegum úrræðum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa þúsundir atvinnuleitenda nýtt sér framangreind tækifæri og farið í nám eða störf. Ofangreindar aðgerðir og sú samstaða sem um þær hefur verið, eiga stærstan þátt í lækkuðu atvinnuleysi hérlendis. Þetta eru bráðaaðgerðir í kreppu. Við höfum troðið marvaðann og gert það vel. Fjölgun framtíðarstarfa veltur hins vegar á tveimur þáttum. Aukinni erlendri fjárfestingu ásamt þeim hagvexti sem henni fylgir og hækkuðu menntastigi á vinnumarkaði. Hér þurfa stjórvöld og aðilar vinnumarkaðarins að taka höndum saman. Á því veltur framtíð okkar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun