Sykursýki 1 hjá börnum – baldinn lífsförunautur Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir skrifar 30. apríl 2013 07:00 Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjölskyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá illskásti. Fagfólk Landspítalans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleytir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt! Pollýanna er vinur í raun og með hennar hjálp tókumst við á við þennan baldna lífsförunaut. Meðvitað tókum við ekki saman kostnað vegna sykursýkinnar, fannst ekki rétt að setja verðmiða á barnið okkar. Dóttir okkar hefur vaxið og dafnað, er heilbrigð og lífsglöð stúlka. Hún lifir hefðbundnu lífi stúlku í 4. bekk í grunnskóla. Það sem greinir hennar líf frá jafnöldrum er stöðugt eftirlit þar sem blóðsykursstjórnunin er afar viðkvæm. Henni er fylgt eftir hvert fótmál utan skóla, við foreldrarnir höfum farið í flest barnaafmæli og beðið eftir henni þegar hún iðkar tómstundir. Ein örfárra barna hefur hún þurft að vera í gæslu á frístundaheimili eftir skóla í vetur. Hún getur ekki verið eftirlitslaus í tvær klukkustundir. Næsta vetur stendur henni ekki frístund til boða vegna aldurs. Ef dóttir okkar fer út að hjóla í meira en 30 mínútur þá getur hún verið í lífshættu því blóðsykurinn fellur hratt. Hreyfing er henni þó mikilvæg til að fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdómsins.Krefst mikilla útgjalda Fyrstu viðbrögð mín af fréttum um nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ voru jákvæð, leitað væri leiða til að jafna hlut þeirra sem greiða háar upphæðir vegna lyfja. Þegar ég hugsa málið lengra og lít í eigin barm þá er dæmið ekki svona einfalt. Sykursýki 1 er dæmi um sjúkdóm sem krefst mikilla útgjalda og er greiðsla fyrir lyf einungis brot af þeim. Í fyrra greiddum við fyrir smyrsl á stungusár, nálar í stungupenna, strimla í blóðsykursmæli, rafhlöður, hluta kostnaðar af settum í insúlíndæluna, bakpoka fyrir mæli og mat, belti fyrir insúlíndæluna og efni til að sauma vasa í föt. Þrúgusykur og orkustykki flokkast sem lyf hjá einstaklingum með sjúkdóminn. Sími er nauðsynlegt öryggistæki. Við greiðum fyrir gæslu eftir skóla og á sumrin. Beinn kostnaður vegna sjúkdómsins var hátt í 400 þúsund. Þá er ekki tekinn inn í myndina akstur í eftirlit á Landspítala, kostnaður við frístundir sem eru auk þess utan hverfis. Nú bætist lyfjakostnaður við. Kostnaður við suma langvinna sjúkdóma getur verið hár. Til að skapa börnum með langvinn veikindi góð og örugg lífsskilyrði er mikilvægt að foreldrar afli tekna. Með auknum útgjöldum þurfa foreldrar að vinna meira og eru þá enn meira fjarverandi frá heimilinu. Fjölskyldur sem hafa minna umleikis þurfa að skera einhvers staðar niður, það getur komið niður á öryggi barnsins. Ég hvet stjórnvöld til þess að endurskoða lög og reglugerð um greiðsluþátttöku lyfja nr. 313/2013 sem taka gildi þann 4. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjölskyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá illskásti. Fagfólk Landspítalans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleytir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt! Pollýanna er vinur í raun og með hennar hjálp tókumst við á við þennan baldna lífsförunaut. Meðvitað tókum við ekki saman kostnað vegna sykursýkinnar, fannst ekki rétt að setja verðmiða á barnið okkar. Dóttir okkar hefur vaxið og dafnað, er heilbrigð og lífsglöð stúlka. Hún lifir hefðbundnu lífi stúlku í 4. bekk í grunnskóla. Það sem greinir hennar líf frá jafnöldrum er stöðugt eftirlit þar sem blóðsykursstjórnunin er afar viðkvæm. Henni er fylgt eftir hvert fótmál utan skóla, við foreldrarnir höfum farið í flest barnaafmæli og beðið eftir henni þegar hún iðkar tómstundir. Ein örfárra barna hefur hún þurft að vera í gæslu á frístundaheimili eftir skóla í vetur. Hún getur ekki verið eftirlitslaus í tvær klukkustundir. Næsta vetur stendur henni ekki frístund til boða vegna aldurs. Ef dóttir okkar fer út að hjóla í meira en 30 mínútur þá getur hún verið í lífshættu því blóðsykurinn fellur hratt. Hreyfing er henni þó mikilvæg til að fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdómsins.Krefst mikilla útgjalda Fyrstu viðbrögð mín af fréttum um nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ voru jákvæð, leitað væri leiða til að jafna hlut þeirra sem greiða háar upphæðir vegna lyfja. Þegar ég hugsa málið lengra og lít í eigin barm þá er dæmið ekki svona einfalt. Sykursýki 1 er dæmi um sjúkdóm sem krefst mikilla útgjalda og er greiðsla fyrir lyf einungis brot af þeim. Í fyrra greiddum við fyrir smyrsl á stungusár, nálar í stungupenna, strimla í blóðsykursmæli, rafhlöður, hluta kostnaðar af settum í insúlíndæluna, bakpoka fyrir mæli og mat, belti fyrir insúlíndæluna og efni til að sauma vasa í föt. Þrúgusykur og orkustykki flokkast sem lyf hjá einstaklingum með sjúkdóminn. Sími er nauðsynlegt öryggistæki. Við greiðum fyrir gæslu eftir skóla og á sumrin. Beinn kostnaður vegna sjúkdómsins var hátt í 400 þúsund. Þá er ekki tekinn inn í myndina akstur í eftirlit á Landspítala, kostnaður við frístundir sem eru auk þess utan hverfis. Nú bætist lyfjakostnaður við. Kostnaður við suma langvinna sjúkdóma getur verið hár. Til að skapa börnum með langvinn veikindi góð og örugg lífsskilyrði er mikilvægt að foreldrar afli tekna. Með auknum útgjöldum þurfa foreldrar að vinna meira og eru þá enn meira fjarverandi frá heimilinu. Fjölskyldur sem hafa minna umleikis þurfa að skera einhvers staðar niður, það getur komið niður á öryggi barnsins. Ég hvet stjórnvöld til þess að endurskoða lög og reglugerð um greiðsluþátttöku lyfja nr. 313/2013 sem taka gildi þann 4. maí næstkomandi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar