Framhaldsskólanám á Íslandi er ekki gjaldfrítt Anna María Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Íslensk menntayfirvöld láta gjarnan að því liggja að framhaldsskólanám á Íslandi sé gjaldfrítt og nemendum að kostnaðarlausu. Svo er ekki. Í framhaldsskólalögum 2008 eru nokkur ákvæði um útgjöld nemenda. Íslenskum framhaldsskólum er heimilt að innheimta skráningargjöld, efnisgjöld og gjöld fyrir hluta af kennslu utan hefðbundins skólatíma, svo sem fyrir fjarnám og dreifnám, nám í kvöldskóla, síðdegisnám og sumarnám. Við lagasetninguna 2008 voru bundnar vonir við að stíga ætti skref í þá átt að nám í framhaldsskólum yrði nemendum raunverulega að kostnaðarlausu og finna má í lögunum ýmsar vísbendingar þar um. Í lögunum segir að fjárlög hvers árs tilgreini upphæð til að mæta kostnaði nemenda vegna kaupa á námsgögnum en þessu ákvæði hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd.Réttur til styrkja Framhaldsskólanemendur á Íslandi búa við mun meiri gjaldtöku en nemendur á hinum Norðurlöndunum. Líkt og á Íslandi er réttur til skólagöngu lögbundinn. Aðeins er mismunandi til hvaða aldurs sá réttur nær. Á Íslandi er hann til 18 ára, 20 ára í Svíþjóð, 19 ára í Danmörku og Noregi en til 17 ára í Finnlandi. Á hinum Norðurlöndunum er skólaganga nemenda í framhaldsskólum gjaldfrjáls en í Finnlandi er framhaldsmenntun einungis ókeypis ef nemendur ljúka námi og ráðuneytið getur veitt skólum undanþágu til skólagjalda. Eins eiga nemendur í Svíþjóð, Danmörku og Noregi rétt á að fá námsefni bæði rafrænt og stafrænt án endurgjalds, þó með einhverjum takmörkunum í Finnlandi, þar sem framhaldsskólamenntun er einungis gjaldfrjáls ljúki nemendur námi. Á öllum Norðurlöndum, að Íslandi undanskildu, eiga nemendur rétt á einhverjum námsstyrkjum. Námsstyrkirnir eru yfirleitt tekjutengdir og tengdir tekjum foreldra og heimilisaðstæðum allt til 20 ára aldurs nemenda. Nemendur í Svíþjóð eldri en 17 ára fá sem svarar um 19.500 ISK á mánuði (1.050 SEK) í námsstyrki. Eins er því farið í Noregi, en þar fá nemendur eldri en 16 ára um 19.000-61.000 ISK í skólastyrki (930- 2.970 NOK) í skólastyrki. Í Danmörku fá nemendur eldri en 18 ára sem svarar 27.500-124.000 ISK (1.274-5.735) í skólastyrki á mánuði. Í Finnlandi fá allir framhaldsskólanemendur sem svarar 3.200-6.000 ISK á mánuði (20-38 EUR), auk þess sem þeir geta fengið um 9.000 ISK (54 EUR) endurgreiddar vegna ferðakostnaðar mánaðarlega. Þar við bætist að finnskir framhaldsskólanemendur fá fría máltíð í skólanum séu þeir í fullu námi.Verulegur kostnaður Af þessu ætti að vera ljóst að því fer víðs fjarri að framhaldsskólanám sé gjaldfrítt á Íslandi og að kostnaður nemenda og foreldra þeirra er verulegur. Í nýlegri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er lögð rík áhersla á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Í ljósi þess sem hér kemur fram er einsýnt að nýr menntamálaráðherra hefur verk að vinna ef standa á við þá stefnu í framhaldsskólalögunum að bæta hag nemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Íslensk menntayfirvöld láta gjarnan að því liggja að framhaldsskólanám á Íslandi sé gjaldfrítt og nemendum að kostnaðarlausu. Svo er ekki. Í framhaldsskólalögum 2008 eru nokkur ákvæði um útgjöld nemenda. Íslenskum framhaldsskólum er heimilt að innheimta skráningargjöld, efnisgjöld og gjöld fyrir hluta af kennslu utan hefðbundins skólatíma, svo sem fyrir fjarnám og dreifnám, nám í kvöldskóla, síðdegisnám og sumarnám. Við lagasetninguna 2008 voru bundnar vonir við að stíga ætti skref í þá átt að nám í framhaldsskólum yrði nemendum raunverulega að kostnaðarlausu og finna má í lögunum ýmsar vísbendingar þar um. Í lögunum segir að fjárlög hvers árs tilgreini upphæð til að mæta kostnaði nemenda vegna kaupa á námsgögnum en þessu ákvæði hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd.Réttur til styrkja Framhaldsskólanemendur á Íslandi búa við mun meiri gjaldtöku en nemendur á hinum Norðurlöndunum. Líkt og á Íslandi er réttur til skólagöngu lögbundinn. Aðeins er mismunandi til hvaða aldurs sá réttur nær. Á Íslandi er hann til 18 ára, 20 ára í Svíþjóð, 19 ára í Danmörku og Noregi en til 17 ára í Finnlandi. Á hinum Norðurlöndunum er skólaganga nemenda í framhaldsskólum gjaldfrjáls en í Finnlandi er framhaldsmenntun einungis ókeypis ef nemendur ljúka námi og ráðuneytið getur veitt skólum undanþágu til skólagjalda. Eins eiga nemendur í Svíþjóð, Danmörku og Noregi rétt á að fá námsefni bæði rafrænt og stafrænt án endurgjalds, þó með einhverjum takmörkunum í Finnlandi, þar sem framhaldsskólamenntun er einungis gjaldfrjáls ljúki nemendur námi. Á öllum Norðurlöndum, að Íslandi undanskildu, eiga nemendur rétt á einhverjum námsstyrkjum. Námsstyrkirnir eru yfirleitt tekjutengdir og tengdir tekjum foreldra og heimilisaðstæðum allt til 20 ára aldurs nemenda. Nemendur í Svíþjóð eldri en 17 ára fá sem svarar um 19.500 ISK á mánuði (1.050 SEK) í námsstyrki. Eins er því farið í Noregi, en þar fá nemendur eldri en 16 ára um 19.000-61.000 ISK í skólastyrki (930- 2.970 NOK) í skólastyrki. Í Danmörku fá nemendur eldri en 18 ára sem svarar 27.500-124.000 ISK (1.274-5.735) í skólastyrki á mánuði. Í Finnlandi fá allir framhaldsskólanemendur sem svarar 3.200-6.000 ISK á mánuði (20-38 EUR), auk þess sem þeir geta fengið um 9.000 ISK (54 EUR) endurgreiddar vegna ferðakostnaðar mánaðarlega. Þar við bætist að finnskir framhaldsskólanemendur fá fría máltíð í skólanum séu þeir í fullu námi.Verulegur kostnaður Af þessu ætti að vera ljóst að því fer víðs fjarri að framhaldsskólanám sé gjaldfrítt á Íslandi og að kostnaður nemenda og foreldra þeirra er verulegur. Í nýlegri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er lögð rík áhersla á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Í ljósi þess sem hér kemur fram er einsýnt að nýr menntamálaráðherra hefur verk að vinna ef standa á við þá stefnu í framhaldsskólalögunum að bæta hag nemenda.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun