Framhaldsskólanám á Íslandi er ekki gjaldfrítt Anna María Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Íslensk menntayfirvöld láta gjarnan að því liggja að framhaldsskólanám á Íslandi sé gjaldfrítt og nemendum að kostnaðarlausu. Svo er ekki. Í framhaldsskólalögum 2008 eru nokkur ákvæði um útgjöld nemenda. Íslenskum framhaldsskólum er heimilt að innheimta skráningargjöld, efnisgjöld og gjöld fyrir hluta af kennslu utan hefðbundins skólatíma, svo sem fyrir fjarnám og dreifnám, nám í kvöldskóla, síðdegisnám og sumarnám. Við lagasetninguna 2008 voru bundnar vonir við að stíga ætti skref í þá átt að nám í framhaldsskólum yrði nemendum raunverulega að kostnaðarlausu og finna má í lögunum ýmsar vísbendingar þar um. Í lögunum segir að fjárlög hvers árs tilgreini upphæð til að mæta kostnaði nemenda vegna kaupa á námsgögnum en þessu ákvæði hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd.Réttur til styrkja Framhaldsskólanemendur á Íslandi búa við mun meiri gjaldtöku en nemendur á hinum Norðurlöndunum. Líkt og á Íslandi er réttur til skólagöngu lögbundinn. Aðeins er mismunandi til hvaða aldurs sá réttur nær. Á Íslandi er hann til 18 ára, 20 ára í Svíþjóð, 19 ára í Danmörku og Noregi en til 17 ára í Finnlandi. Á hinum Norðurlöndunum er skólaganga nemenda í framhaldsskólum gjaldfrjáls en í Finnlandi er framhaldsmenntun einungis ókeypis ef nemendur ljúka námi og ráðuneytið getur veitt skólum undanþágu til skólagjalda. Eins eiga nemendur í Svíþjóð, Danmörku og Noregi rétt á að fá námsefni bæði rafrænt og stafrænt án endurgjalds, þó með einhverjum takmörkunum í Finnlandi, þar sem framhaldsskólamenntun er einungis gjaldfrjáls ljúki nemendur námi. Á öllum Norðurlöndum, að Íslandi undanskildu, eiga nemendur rétt á einhverjum námsstyrkjum. Námsstyrkirnir eru yfirleitt tekjutengdir og tengdir tekjum foreldra og heimilisaðstæðum allt til 20 ára aldurs nemenda. Nemendur í Svíþjóð eldri en 17 ára fá sem svarar um 19.500 ISK á mánuði (1.050 SEK) í námsstyrki. Eins er því farið í Noregi, en þar fá nemendur eldri en 16 ára um 19.000-61.000 ISK í skólastyrki (930- 2.970 NOK) í skólastyrki. Í Danmörku fá nemendur eldri en 18 ára sem svarar 27.500-124.000 ISK (1.274-5.735) í skólastyrki á mánuði. Í Finnlandi fá allir framhaldsskólanemendur sem svarar 3.200-6.000 ISK á mánuði (20-38 EUR), auk þess sem þeir geta fengið um 9.000 ISK (54 EUR) endurgreiddar vegna ferðakostnaðar mánaðarlega. Þar við bætist að finnskir framhaldsskólanemendur fá fría máltíð í skólanum séu þeir í fullu námi.Verulegur kostnaður Af þessu ætti að vera ljóst að því fer víðs fjarri að framhaldsskólanám sé gjaldfrítt á Íslandi og að kostnaður nemenda og foreldra þeirra er verulegur. Í nýlegri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er lögð rík áhersla á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Í ljósi þess sem hér kemur fram er einsýnt að nýr menntamálaráðherra hefur verk að vinna ef standa á við þá stefnu í framhaldsskólalögunum að bæta hag nemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslensk menntayfirvöld láta gjarnan að því liggja að framhaldsskólanám á Íslandi sé gjaldfrítt og nemendum að kostnaðarlausu. Svo er ekki. Í framhaldsskólalögum 2008 eru nokkur ákvæði um útgjöld nemenda. Íslenskum framhaldsskólum er heimilt að innheimta skráningargjöld, efnisgjöld og gjöld fyrir hluta af kennslu utan hefðbundins skólatíma, svo sem fyrir fjarnám og dreifnám, nám í kvöldskóla, síðdegisnám og sumarnám. Við lagasetninguna 2008 voru bundnar vonir við að stíga ætti skref í þá átt að nám í framhaldsskólum yrði nemendum raunverulega að kostnaðarlausu og finna má í lögunum ýmsar vísbendingar þar um. Í lögunum segir að fjárlög hvers árs tilgreini upphæð til að mæta kostnaði nemenda vegna kaupa á námsgögnum en þessu ákvæði hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd.Réttur til styrkja Framhaldsskólanemendur á Íslandi búa við mun meiri gjaldtöku en nemendur á hinum Norðurlöndunum. Líkt og á Íslandi er réttur til skólagöngu lögbundinn. Aðeins er mismunandi til hvaða aldurs sá réttur nær. Á Íslandi er hann til 18 ára, 20 ára í Svíþjóð, 19 ára í Danmörku og Noregi en til 17 ára í Finnlandi. Á hinum Norðurlöndunum er skólaganga nemenda í framhaldsskólum gjaldfrjáls en í Finnlandi er framhaldsmenntun einungis ókeypis ef nemendur ljúka námi og ráðuneytið getur veitt skólum undanþágu til skólagjalda. Eins eiga nemendur í Svíþjóð, Danmörku og Noregi rétt á að fá námsefni bæði rafrænt og stafrænt án endurgjalds, þó með einhverjum takmörkunum í Finnlandi, þar sem framhaldsskólamenntun er einungis gjaldfrjáls ljúki nemendur námi. Á öllum Norðurlöndum, að Íslandi undanskildu, eiga nemendur rétt á einhverjum námsstyrkjum. Námsstyrkirnir eru yfirleitt tekjutengdir og tengdir tekjum foreldra og heimilisaðstæðum allt til 20 ára aldurs nemenda. Nemendur í Svíþjóð eldri en 17 ára fá sem svarar um 19.500 ISK á mánuði (1.050 SEK) í námsstyrki. Eins er því farið í Noregi, en þar fá nemendur eldri en 16 ára um 19.000-61.000 ISK í skólastyrki (930- 2.970 NOK) í skólastyrki. Í Danmörku fá nemendur eldri en 18 ára sem svarar 27.500-124.000 ISK (1.274-5.735) í skólastyrki á mánuði. Í Finnlandi fá allir framhaldsskólanemendur sem svarar 3.200-6.000 ISK á mánuði (20-38 EUR), auk þess sem þeir geta fengið um 9.000 ISK (54 EUR) endurgreiddar vegna ferðakostnaðar mánaðarlega. Þar við bætist að finnskir framhaldsskólanemendur fá fría máltíð í skólanum séu þeir í fullu námi.Verulegur kostnaður Af þessu ætti að vera ljóst að því fer víðs fjarri að framhaldsskólanám sé gjaldfrítt á Íslandi og að kostnaður nemenda og foreldra þeirra er verulegur. Í nýlegri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er lögð rík áhersla á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Í ljósi þess sem hér kemur fram er einsýnt að nýr menntamálaráðherra hefur verk að vinna ef standa á við þá stefnu í framhaldsskólalögunum að bæta hag nemenda.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun