Ástralskur þingmaður úr flokki bílaáhugamanna Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 10:30 Bílaáhugamaðurinn Ricky Muir er kominn á þing í Ástralíu. Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent
Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent