Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍR 23-30 | Öruggt hjá ÍR-ingum Sigmar Sigfússon skrifar 3. október 2013 18:45 ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira
ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira