Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍR 23-30 | Öruggt hjá ÍR-ingum Sigmar Sigfússon skrifar 3. október 2013 18:45 ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira