Eru skapandi greinar réttlausar? Ari Edwald skrifar 26. október 2013 06:00 Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun