Eru skapandi greinar réttlausar? Ari Edwald skrifar 26. október 2013 06:00 Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun