Eru skapandi greinar réttlausar? Ari Edwald skrifar 26. október 2013 06:00 Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar