Forgangsmálin Jón Kristjánsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Flokksþing Framsóknarflokksins er fram undan og þar fylkir flokksfólk liði í kosningabaráttuna, en kosningar eru skammt undan. Fulltrúarnir koma nú til þingsins með byr í skoðanakönnunum og það er vel. Það veitir ekki af fólki í stjórnmálum um þessar mundir sem er með báða fætur á jörðinni. Ég skrifa þessar línur vegna þess að mér er afar hugstætt hvert forgangsverkefnið á að vera í íslenskum stjórnmálum næstu misserin. Framsóknarmenn hafa haldið þessu verkefni á lofti í ræðu og riti og ég veit að þeir gera það áfram og skerpa málatilbúnað sinn á flokksþinginu. Þetta mál er skuldastaða heimilanna í landinu og staða þess fólks sem er að gera allt í senn, borga skuldir af íbúðarhúsnæði, borga námslánin sín og ala upp börnin sín með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir. Út yfir tekur þó ef fólk býr við öryggisleysi í atvinnumálum eða atvinnuleysi. Sem betur fer tekst fjölda fólks að standa í skilum en þó sér ekki högg á vatni og skuldirnar lækka ekki neitt.Engir markverðir áfangar Aðgerðir varðandi þessi mál verða að fara á forgangslista stjórnvalda. Það verður ekki séð að þessi ríkisstjórn nái neinum markverðum áföngum í þessum málum, meðan forgangsmálið er að afgreiða heildarendurskoðun á stjórnarskránni í andnauð og andstöðu við fræðasamfélagið í landinu. Þetta á að gerast á síðustu dögum Alþingis í vetur, en aðeins lifir mánuður eftir af þingtímanum. Auknar framkvæmdir og hagvöxtur verða að koma til ef takast á að ná markverðum áföngum í skuldamálunum. Ríkisfjármálin verða aldrei viðráðanleg nema þau fái auknar tekjur sem eiga rætur að rekja til hagvaxtaraukningar. Það er ógjörningur að skattleggja sig út úr þessum vanda, eins og stjórnvöld hafa reynt að gera með hækkuðum sköttum og hækkaðri gjaldtöku á öllum sviðum, og eru sveitarfélögin þar ekki undanskilin. Framsóknarmenn hafa haldið umræðunni um skuldamálin við og ég veit að þeir halda því áfram og verða óþreytandi í kosningabaráttunni og það sem eftir lifir þings að draga fram hvers konar forgangsmál þetta eru. Ég hrökk við nú í vikunni þegar ég las fyrirsögn á netinu og er höfð eftir peningastefnunefnd Seðlabankans. Hún hljóðar svo: Minni hagvöxtur, veikari króna, hægari fjölgun vinnustunda. Þannig er ástandinu um þessar mundir lýst. Þessu þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flokksþing Framsóknarflokksins er fram undan og þar fylkir flokksfólk liði í kosningabaráttuna, en kosningar eru skammt undan. Fulltrúarnir koma nú til þingsins með byr í skoðanakönnunum og það er vel. Það veitir ekki af fólki í stjórnmálum um þessar mundir sem er með báða fætur á jörðinni. Ég skrifa þessar línur vegna þess að mér er afar hugstætt hvert forgangsverkefnið á að vera í íslenskum stjórnmálum næstu misserin. Framsóknarmenn hafa haldið þessu verkefni á lofti í ræðu og riti og ég veit að þeir gera það áfram og skerpa málatilbúnað sinn á flokksþinginu. Þetta mál er skuldastaða heimilanna í landinu og staða þess fólks sem er að gera allt í senn, borga skuldir af íbúðarhúsnæði, borga námslánin sín og ala upp börnin sín með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir. Út yfir tekur þó ef fólk býr við öryggisleysi í atvinnumálum eða atvinnuleysi. Sem betur fer tekst fjölda fólks að standa í skilum en þó sér ekki högg á vatni og skuldirnar lækka ekki neitt.Engir markverðir áfangar Aðgerðir varðandi þessi mál verða að fara á forgangslista stjórnvalda. Það verður ekki séð að þessi ríkisstjórn nái neinum markverðum áföngum í þessum málum, meðan forgangsmálið er að afgreiða heildarendurskoðun á stjórnarskránni í andnauð og andstöðu við fræðasamfélagið í landinu. Þetta á að gerast á síðustu dögum Alþingis í vetur, en aðeins lifir mánuður eftir af þingtímanum. Auknar framkvæmdir og hagvöxtur verða að koma til ef takast á að ná markverðum áföngum í skuldamálunum. Ríkisfjármálin verða aldrei viðráðanleg nema þau fái auknar tekjur sem eiga rætur að rekja til hagvaxtaraukningar. Það er ógjörningur að skattleggja sig út úr þessum vanda, eins og stjórnvöld hafa reynt að gera með hækkuðum sköttum og hækkaðri gjaldtöku á öllum sviðum, og eru sveitarfélögin þar ekki undanskilin. Framsóknarmenn hafa haldið umræðunni um skuldamálin við og ég veit að þeir halda því áfram og verða óþreytandi í kosningabaráttunni og það sem eftir lifir þings að draga fram hvers konar forgangsmál þetta eru. Ég hrökk við nú í vikunni þegar ég las fyrirsögn á netinu og er höfð eftir peningastefnunefnd Seðlabankans. Hún hljóðar svo: Minni hagvöxtur, veikari króna, hægari fjölgun vinnustunda. Þannig er ástandinu um þessar mundir lýst. Þessu þarf að breyta.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun