Eru augu ökumanna á veginum? 8. febrúar 2013 14:00 Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent
Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent