Ritstjóri á flugi Ingimundur Bergmann skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Í gein í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. tekur ritstjóri blaðsins málefni íslenskrar kjúklingaframleiðslu og innflutning á kjúklingakjöti til umfjöllunar. Margt er þar ofsagt og sumt er ekki rétt með farið. Ólafur Stephensen byrjar grein sína á fullyrðingu um að íslenskir kjúklingaframleiðendur hafi breytt afstöðu sinni til innflutnings á kjúklingakjöti. Hið rétta er að þeir hafa ekki haft neitt með það að gera. Um það var samið á sínum tíma að leyfður yrði innflutningur til landsins á ýmsu kjöti og þar á meðal kjúklingum, til að liðka fyrir að tollar á útflutt íslenskt lambakjöt yrðu felldir niður. Seinna í greininni setur Ólafur fram þessa fullyrðingu: „Samt gilda strangari reglur um innfluttan kjúkling en innlendan.“ Hafi Ólafur kynnt sér málið, veit hann að fullyrðingin er röng. Kröfur sem gerðar eru til heilbrigðis erlendra kjúklinga eru til þess að þeir komist nær því að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til innlendrar framleiðslu. Ólafur lýsir yfir mikilli ánægju með að gerðar séu ríkar kröfur um að íslenskir kjúklingar séu lausir við salmonellu. Það kemur skemmtilega á óvart, því greinin gengur að öðru leyti út á að sýna fram á hve nauðsynlegt það sé að heimilaður verði hömlulaus innflutningur á kjúklingakjöti, sem gera verður ráð fyrir að Ólafur viti vel að ekki eru gerðar kröfur um að uppfylli heilbrigðiskröfur í sama mæli og gert er hérlendis. Hvort hinar íslensku kröfur séu réttar og eðlilegar og hvort og hvernig þeim er framfylgt, er hins vegar mál sem hafa má ýmsar skoðanir á.Heilnæm neysluvara Er til að mynda rétt að urða allt kjúklingakjöt sem salmonella hefur borist í? Ólafur bendir réttilega á að hægt sé að gera það að heilnæmri neysluvöru með þeirri einföldu aðferð m.a. að sjóða eða steikja kjötið. Íslendingar hafa valið þann kost að urða slíkt kjöt, líklega vegna þess að þeir telja sig öðrum þjóðum fremri í matvælaframleiðslu, en leitun er að þjóðum sem leyfa sér slíka sóun á verðmætum. Hitt er annað mál að seint verður lögð of mikil áhersla á að matvara á neytendamarkaði sé góð og heilbrigð, laus við óhollar örverur og lyfjaleifar. Íslenskir kjúklingabændur hafa náð að uppfylla þær kröfur með árangri sem þeir geta verið stoltir af, svo sem nýlegar rannsóknir sýna. Ólafur veður elginn í greininni og lætur sem hann sé að fjalla um málefni sem hann viti allt um, en þegar að er gáð, kemur í ljós að umfjöllun hans gerir í raun ekki annað en upplýsa vanþekkingu, nema að skrifað sé gegn betri vitund. Satt að segja verður að telja það líklegra, því fram til þessa hefur Ólafur verið talinn vel upplýstur um það sem hann hefur valið sér að fjalla um. Með góðum óskum til ritstjórans sem valdi þann kost að fljúga í átt til sólar og ósk um að hann fari þar ekki of nærri, með kunnum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gein í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. tekur ritstjóri blaðsins málefni íslenskrar kjúklingaframleiðslu og innflutning á kjúklingakjöti til umfjöllunar. Margt er þar ofsagt og sumt er ekki rétt með farið. Ólafur Stephensen byrjar grein sína á fullyrðingu um að íslenskir kjúklingaframleiðendur hafi breytt afstöðu sinni til innflutnings á kjúklingakjöti. Hið rétta er að þeir hafa ekki haft neitt með það að gera. Um það var samið á sínum tíma að leyfður yrði innflutningur til landsins á ýmsu kjöti og þar á meðal kjúklingum, til að liðka fyrir að tollar á útflutt íslenskt lambakjöt yrðu felldir niður. Seinna í greininni setur Ólafur fram þessa fullyrðingu: „Samt gilda strangari reglur um innfluttan kjúkling en innlendan.“ Hafi Ólafur kynnt sér málið, veit hann að fullyrðingin er röng. Kröfur sem gerðar eru til heilbrigðis erlendra kjúklinga eru til þess að þeir komist nær því að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til innlendrar framleiðslu. Ólafur lýsir yfir mikilli ánægju með að gerðar séu ríkar kröfur um að íslenskir kjúklingar séu lausir við salmonellu. Það kemur skemmtilega á óvart, því greinin gengur að öðru leyti út á að sýna fram á hve nauðsynlegt það sé að heimilaður verði hömlulaus innflutningur á kjúklingakjöti, sem gera verður ráð fyrir að Ólafur viti vel að ekki eru gerðar kröfur um að uppfylli heilbrigðiskröfur í sama mæli og gert er hérlendis. Hvort hinar íslensku kröfur séu réttar og eðlilegar og hvort og hvernig þeim er framfylgt, er hins vegar mál sem hafa má ýmsar skoðanir á.Heilnæm neysluvara Er til að mynda rétt að urða allt kjúklingakjöt sem salmonella hefur borist í? Ólafur bendir réttilega á að hægt sé að gera það að heilnæmri neysluvöru með þeirri einföldu aðferð m.a. að sjóða eða steikja kjötið. Íslendingar hafa valið þann kost að urða slíkt kjöt, líklega vegna þess að þeir telja sig öðrum þjóðum fremri í matvælaframleiðslu, en leitun er að þjóðum sem leyfa sér slíka sóun á verðmætum. Hitt er annað mál að seint verður lögð of mikil áhersla á að matvara á neytendamarkaði sé góð og heilbrigð, laus við óhollar örverur og lyfjaleifar. Íslenskir kjúklingabændur hafa náð að uppfylla þær kröfur með árangri sem þeir geta verið stoltir af, svo sem nýlegar rannsóknir sýna. Ólafur veður elginn í greininni og lætur sem hann sé að fjalla um málefni sem hann viti allt um, en þegar að er gáð, kemur í ljós að umfjöllun hans gerir í raun ekki annað en upplýsa vanþekkingu, nema að skrifað sé gegn betri vitund. Satt að segja verður að telja það líklegra, því fram til þessa hefur Ólafur verið talinn vel upplýstur um það sem hann hefur valið sér að fjalla um. Með góðum óskum til ritstjórans sem valdi þann kost að fljúga í átt til sólar og ósk um að hann fari þar ekki of nærri, með kunnum afleiðingum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun