Innlent

Snowden með stöðu sakbornings hér á landi

Edward Snowden.
Edward Snowden.
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur stöðu sakbornings hér á landi. Innanríkisráðuneytuð fer með beiðni hans um landvistarleyfi. Þetta kemur fram í tímaritinu Skástrik sem kemur út í fyrsta sinn í vikunni.

Ragnar Árnason, lögmaður Snowden, er álitinn verjandi Snowden af innanríkisráðuneytinu. Hann segir skilgreiningu ráðuneytisins óskiljanlega. „Mér fannst einkennilegt að það væri litið á mig sem verjanda eða að ég hefði sambærilega stöðu,“ sagði Ragnar í samtali við Skástrik. Hann telur að um lögfræðilegar æfingar sé að ræða hjá innanríkissráðuneytinu.

Snowden hefur verið á flótta undan bandarískum stjórnvöldum frá því að hann hóf að leka gögnum um stórfelldar njósnir Bandaríkjastjórnar á netinu. Hann sótti um hæli hér á landi fyrr á þessu ári en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×