Innlent

Eigandinn horfði á bílinn sinn brenna

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Rafmagnsbilun er talin hafa valdið því að það kviknaði í tveimur bílum sem lagt var við Icelandair Marina hótelið í miðborg Reykjavíkur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan átta í morgun að tveir bílar væru alelda í miðborginni.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en bílarnir eru báðir gjörnýtir. Eigandi annars bílsins kom á vettvang skömmu eftir að eldurinn kviknaði og greindi slökkviliði frá því að hann hefði komið til vinnu 15 mínútum áður en eldurinn kviknaði. Að sögn slökkvuliðs er ekkert sem bendir til þess að eldsupptök hafið borið að með saknæmum hætti. Eldur kviknaði í annarri bifreiðinni og teygði sig svo yfir í þá næstu.

Bifreiðarnar voru af gerðinni Peugeot og Nissan. Önnur bifreiðin var nýlegur bílaleigubíll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×