Innlent

Stórtækur þjófur í gæsluvarðhaldi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Maður um þrítugt er grunaður um innbrot og þjófnað í liðlega 50 einstökum málum. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi sl. fjórar vikur vegna rannsóknar sem snýr að fjölda brota sem varða innbrot og þjófnað. Rannsóknin snýr meðal annars að þjófnaði á ökutækjum, bifhjóli, tölvum, símum, skartgripum og ýmsu öðru.

Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglu en virðist hafa verið býsna stórtækur og fingralangur á undanförnum mánuðum. Lögreglan hefur náð að endurheimta hluta af þeim munum sem tengjast þessum málum en þegar hefur verið haft samband við eigendur munanna. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að málið sé enn til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×