466 bíða afplánunar Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. september 2013 15:18 446 biðu þess að hefja afplánun dóma í árslok 2012. Mynd/Vilhelm Í árslok 2012 biðu 466 dómar þess að verða fullnustaðir. Það er um tvöfalt fleiri en í árslok 2009. Af þessum 466 dómum höfðu 102 beðið í meira en þrjú ár eftir að hefja afplánun. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þegar biðtími eftir afplánun er orðinn svona langur er hætt á að dómar fyrnist. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld að bregðast við fjórum ábendingum sínum frá árinu 2010 um fangelsismál. Um mitt ár 2009 biðu 224 dómar þess að verða fullnustaðir en í árslok 2012 hafði þeim fjölgað upp í 466. Það er rúm tvöföldun á tæplega þriggja ára tímabili. Ríkisendurskoðun telur að aukin hætta sé á að refsingar fyrnist. Fyrningartíminn er fimm ár fyrir óskilorðsbundnar refsingar allt að einu ári en lengri þegar um þyngri refsingar er að ræða. Fangar sem hófu afplánun árið 2012 höfðu að meðtaltali þurft að bíða í tæpt ár eftir því að hefja hana, þ.e frá því að þeim barst boð um það frá Fangelsismálastofnun. Fangar sem hófu afplánun 2009 höfðu að meðaltali beðið tæpum fjórum mánuðum skemur eða í rúmlega átta mánuði.Að forstjóri skipi forstöðumenn fangelsa Árið 2010 birti Ríkisendurskoðun skýrslu þar sem settar voru fram samtals níu ábendingar um úrbætur í fangelsismálum. Nú þremur árum síðar hefur verið brugðist við fimm þeirra á þann hátt að stofnunin telur ekki þörf á að ítreka þær. Hins vegar ítrekar stofnunin í nýrri skýrslu þrjár ábendingar sem beint var til innanríkisráðuneytis og eina sem beint var til velferðarráðuneytis. Í fyrsta lagi er innanríkisráðuneytið hvatt til að breyta lögum á þann veg að forstjóri Fangelsismálastofnunar fái umboð til að skipa forstöðumenn fangelsa. Hingað til hefur ráðherra skipað þá. Ríkisendurskoðun telur að með þessu færu vald og ábyrgð betur saman en nú. Í öðru lagi er bent á mikilvægi þess að Fangelsismálastofnun fái fé til að standa straum af lögbundum verkefnum sínum. Ný verkefni sem stofnuninni voru falin árið 2005 hafa ekki verið kostnaðargreind og því er óljóst hvað teljist raunhæf fjárveiting vegna þeirra. Í þriðja lagi er innanríkisráðuneytið er hvatt til að leita raunhæfra leiða til að fjölga möguleikum fanga til að afplána refsingar utan fangelsa, s.s. á áfangaheimilum sem félagasamtök reka. Að lokum er velferðarráðuneytið hvatt til að tryggja föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. geðheilbrigðisþjónustu. Þá kemur m.a. fram í skýrslunni að fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar héldu hvorki í við fjölgun fanga né launaþróun á tímabilinu 2010‒2013. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Í árslok 2012 biðu 466 dómar þess að verða fullnustaðir. Það er um tvöfalt fleiri en í árslok 2009. Af þessum 466 dómum höfðu 102 beðið í meira en þrjú ár eftir að hefja afplánun. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þegar biðtími eftir afplánun er orðinn svona langur er hætt á að dómar fyrnist. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld að bregðast við fjórum ábendingum sínum frá árinu 2010 um fangelsismál. Um mitt ár 2009 biðu 224 dómar þess að verða fullnustaðir en í árslok 2012 hafði þeim fjölgað upp í 466. Það er rúm tvöföldun á tæplega þriggja ára tímabili. Ríkisendurskoðun telur að aukin hætta sé á að refsingar fyrnist. Fyrningartíminn er fimm ár fyrir óskilorðsbundnar refsingar allt að einu ári en lengri þegar um þyngri refsingar er að ræða. Fangar sem hófu afplánun árið 2012 höfðu að meðtaltali þurft að bíða í tæpt ár eftir því að hefja hana, þ.e frá því að þeim barst boð um það frá Fangelsismálastofnun. Fangar sem hófu afplánun 2009 höfðu að meðaltali beðið tæpum fjórum mánuðum skemur eða í rúmlega átta mánuði.Að forstjóri skipi forstöðumenn fangelsa Árið 2010 birti Ríkisendurskoðun skýrslu þar sem settar voru fram samtals níu ábendingar um úrbætur í fangelsismálum. Nú þremur árum síðar hefur verið brugðist við fimm þeirra á þann hátt að stofnunin telur ekki þörf á að ítreka þær. Hins vegar ítrekar stofnunin í nýrri skýrslu þrjár ábendingar sem beint var til innanríkisráðuneytis og eina sem beint var til velferðarráðuneytis. Í fyrsta lagi er innanríkisráðuneytið hvatt til að breyta lögum á þann veg að forstjóri Fangelsismálastofnunar fái umboð til að skipa forstöðumenn fangelsa. Hingað til hefur ráðherra skipað þá. Ríkisendurskoðun telur að með þessu færu vald og ábyrgð betur saman en nú. Í öðru lagi er bent á mikilvægi þess að Fangelsismálastofnun fái fé til að standa straum af lögbundum verkefnum sínum. Ný verkefni sem stofnuninni voru falin árið 2005 hafa ekki verið kostnaðargreind og því er óljóst hvað teljist raunhæf fjárveiting vegna þeirra. Í þriðja lagi er innanríkisráðuneytið er hvatt til að leita raunhæfra leiða til að fjölga möguleikum fanga til að afplána refsingar utan fangelsa, s.s. á áfangaheimilum sem félagasamtök reka. Að lokum er velferðarráðuneytið hvatt til að tryggja föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. geðheilbrigðisþjónustu. Þá kemur m.a. fram í skýrslunni að fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar héldu hvorki í við fjölgun fanga né launaþróun á tímabilinu 2010‒2013.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira