Toyota aftur framúr BMW sem verðmætasta bílamerkið Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2013 13:45 Toyota er verðmætasta bílamerkið Á hverju ári er lagt mat á virði þekktustu vörumerkja heimsins og þar eru bílamerkin áberandi. Ekkert þeirra nær þó hærra sæti en því 23. en þar situr Toyota og BMW í því næsta. Er Toyota metið á 24,5 milljarða bandaríkjadala, en BMW 24,0 milljarða. Í fyrra var þessu öfugt farið þó Toyota hafi verið á toppnum meðal bílaframleiðenda 2006 til 2009 og aftur árið 2011. BMW vermdi toppsætið í fyrra og árið 2010. Það eru 6 bílaframleiðendur sem ná inn á topp 100 listann nú. Mercedes Benz er í 43. sæti, Honda í 71., Nissan 86. Og Volkswagen í því hundraðasta. Hækkun fyrirtækjanna að virði var mjög misjafnt. Toyota hækkaði um 12%, Mercedes Benz um 11% og Nissan og Volkswagen um 3%. Bæði Honda og BMW lækkuðu um 2%. Fleiri hástökkvarar voru á meðal bílaframleiðendanna þó svo þau hafi ekki náð á topp 100 listann. Audi hækkaði um 18% í virði, Hyundai um 11% og Ford um 8%. Ástæðan fyrir mikilli hækkun Toyota á milli ára er helst rakin til góðs árangurs í sölu Hybrid bíla. Helsta ástæða falls BMW á listanum er talin sú að fyrirtækið skortir nýjar gerðir bíla og hafi ekki kynnt marga slíka á undangengnu ári. Vermætasta fyrirtæki allra í heiminum er Apple og er það ríflega 7 sinnum verðmætara en Toyota. Er þetta þriðja árið í röð sem Apple vermir efsta sætið. Google er nú í öðru sæti listans og tók það sæti frá IBM frá árinu á undan. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent
Á hverju ári er lagt mat á virði þekktustu vörumerkja heimsins og þar eru bílamerkin áberandi. Ekkert þeirra nær þó hærra sæti en því 23. en þar situr Toyota og BMW í því næsta. Er Toyota metið á 24,5 milljarða bandaríkjadala, en BMW 24,0 milljarða. Í fyrra var þessu öfugt farið þó Toyota hafi verið á toppnum meðal bílaframleiðenda 2006 til 2009 og aftur árið 2011. BMW vermdi toppsætið í fyrra og árið 2010. Það eru 6 bílaframleiðendur sem ná inn á topp 100 listann nú. Mercedes Benz er í 43. sæti, Honda í 71., Nissan 86. Og Volkswagen í því hundraðasta. Hækkun fyrirtækjanna að virði var mjög misjafnt. Toyota hækkaði um 12%, Mercedes Benz um 11% og Nissan og Volkswagen um 3%. Bæði Honda og BMW lækkuðu um 2%. Fleiri hástökkvarar voru á meðal bílaframleiðendanna þó svo þau hafi ekki náð á topp 100 listann. Audi hækkaði um 18% í virði, Hyundai um 11% og Ford um 8%. Ástæðan fyrir mikilli hækkun Toyota á milli ára er helst rakin til góðs árangurs í sölu Hybrid bíla. Helsta ástæða falls BMW á listanum er talin sú að fyrirtækið skortir nýjar gerðir bíla og hafi ekki kynnt marga slíka á undangengnu ári. Vermætasta fyrirtæki allra í heiminum er Apple og er það ríflega 7 sinnum verðmætara en Toyota. Er þetta þriðja árið í röð sem Apple vermir efsta sætið. Google er nú í öðru sæti listans og tók það sæti frá IBM frá árinu á undan.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent