Rosberg langfljótastur í Mónakó Birgir Þór Harðarson skrifar 23. maí 2013 14:51 Rosberg var langfljótastur í Mónakó. Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Keppinautar Mercedes-liðsins klóra sig í hausnum yfir gríðarlegum hraða silfurörvanna í tímatökum og æfingum en virðast ekki geta staðist þeim snúning. Rosberg var á ráspól í Barein og á Spáni og virðist ætla að leika sama leikinn aftur í Mónakó. Brautin í Mónakó er samt sem áður einstök og gefur ekki mikil tækifæri til framúraksturs. Það gæti reynst Rosberg vel í kappakstrinum þegar hið mikla dekkjaslit Mercedes-bílsins fer að gera vart við sig. Hann mun því freista þess að reyna að halda Alonso, Vettel og Raikkönen fyrir aftan sig. Það eru mýmörg dæmi um að ökumenn hafi náð að fara í gegnum heilu og hálfu kappakstrana án þess að hleypa keppinautum framúr. Það gerðist til dæmis árið 2001 þegar David Coulthard á McLaren lenti fyrir aftan Arrows-ökuþórinn og nýliðann Enrique Bernoldi. Sá hélt Coulthard aftur í einhverja 40 hringi og gerið út um vonir McLaren um sigur. Á æfingum dagsins voru Ferrari-menn með Alonso og Massa við stýrið næst fljótastir á eftir Mercedes. Red Bull-liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði í furstadæminu og undanfarin ár því Mark Webber var fimmti á seinni æfingunni en Sebastian Vettel aðeins níundi. Þess ber jafnframt að geta að Red Bull hefur átt í vandræðum með dekkjaslitið undir bíl sínum. Tímataka fyrir kappaksturinn fer fram á laugardag og svo verður kappaksturinn ræstur í hádeginu á sunnudag. Allt mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun Fréttablaðið fjalla sérstaklega um kappaksturinn í Mónakó í helgarblaði sínu. Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Keppinautar Mercedes-liðsins klóra sig í hausnum yfir gríðarlegum hraða silfurörvanna í tímatökum og æfingum en virðast ekki geta staðist þeim snúning. Rosberg var á ráspól í Barein og á Spáni og virðist ætla að leika sama leikinn aftur í Mónakó. Brautin í Mónakó er samt sem áður einstök og gefur ekki mikil tækifæri til framúraksturs. Það gæti reynst Rosberg vel í kappakstrinum þegar hið mikla dekkjaslit Mercedes-bílsins fer að gera vart við sig. Hann mun því freista þess að reyna að halda Alonso, Vettel og Raikkönen fyrir aftan sig. Það eru mýmörg dæmi um að ökumenn hafi náð að fara í gegnum heilu og hálfu kappakstrana án þess að hleypa keppinautum framúr. Það gerðist til dæmis árið 2001 þegar David Coulthard á McLaren lenti fyrir aftan Arrows-ökuþórinn og nýliðann Enrique Bernoldi. Sá hélt Coulthard aftur í einhverja 40 hringi og gerið út um vonir McLaren um sigur. Á æfingum dagsins voru Ferrari-menn með Alonso og Massa við stýrið næst fljótastir á eftir Mercedes. Red Bull-liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði í furstadæminu og undanfarin ár því Mark Webber var fimmti á seinni æfingunni en Sebastian Vettel aðeins níundi. Þess ber jafnframt að geta að Red Bull hefur átt í vandræðum með dekkjaslitið undir bíl sínum. Tímataka fyrir kappaksturinn fer fram á laugardag og svo verður kappaksturinn ræstur í hádeginu á sunnudag. Allt mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun Fréttablaðið fjalla sérstaklega um kappaksturinn í Mónakó í helgarblaði sínu.
Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira