"Fólk er fífl“ Haukur R. Hauksson skrifar 11. desember 2013 06:00 Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun