"Fólk er fífl“ Haukur R. Hauksson skrifar 11. desember 2013 06:00 Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun