"Fólk er fífl“ Haukur R. Hauksson skrifar 11. desember 2013 06:00 Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun