Falleinkunn Orkustofnunar Sif Konráðsdóttir skrifar 11. desember 2013 00:00 Árið 2011 bað iðnaðarráðuneytið norsku orkustofnunina, NVE, um að gera úttekt á starfsemi Orkustofnunar. Tilefnið var breytt lagaumhverfi og nýtt hlutverk sem fengið var Orkustofnun; eftirlit. Raforkueftirlit Orkustofnunar fékk falleinkunn í úttekt norsku systurstofnunarinnar. Eftirlitið var afar veikburða. Lagðar voru til úrbætur. Í liðinni viku gaf Orkustofnun út leyfi til Landsnets til að byggja ákaflega öfluga raflínu um Reykjanes, svokallaða Suðvesturlínu. Starfssvæði Landsnets er Ísland. Andmæli komu gegn því að svo öflugt mannvirki þyrfti suður með sjó og bent var á vægari leiðir að því markmiði að tryggja raforkuöryggi. Þau andmæli lét Orkustofnun ekki á sig fá en samþykkti í einu og öllu það sem Landsnet lagði fram. Oft er þó rökstuðningurinn rýr og á stundum alveg óskiljanlegur. Á það t.d. við um það þegar Orkustofnun endurtekur upptalningu Landsnets á öllum mögulegum virkjunarkostum skv. rammaáætlun auk núverandi uppsetts afls á Reykjanesi og heldur því fram að til að flytja allt það hugsanlega afl í einhverri óskilgreindri framtíð þá verði að leyfa hina öflugu línu. Þar er ruglað saman hugsanlegri getu til að virkja annars vegar og hins vegar þörfinni fyrir allt rafmagnið í skilgreindri framtíð. Ekki hefur verið sýnt fram á þörfina. Meðal þess sem Orkustofnun á að gæta að er að ekki séu reist flutningsmannvirki sem ekki er þörf á. Þetta er nauðsynlegt eftirlit, þar sem fjárfestingum Landsnets er veitt út í gjaldskrá án aðhalds markaðarins. Til að gegna þessu hlutverki þarf Orkustofnun að leggja sjálfstætt mat á þörf fyrir mannvirki. Það gerði hún ekki í tilviki Suðvesturlínu. Hún rækti því ekki lögbundið eftirlitshlutverk sitt. Þær úrbætur sem lagðar voru til í skýrslu norsku stofnunarinnar árið 2011 hafa því annaðhvort ekki verið gerðar eða ekki borið tilætlaðan árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 bað iðnaðarráðuneytið norsku orkustofnunina, NVE, um að gera úttekt á starfsemi Orkustofnunar. Tilefnið var breytt lagaumhverfi og nýtt hlutverk sem fengið var Orkustofnun; eftirlit. Raforkueftirlit Orkustofnunar fékk falleinkunn í úttekt norsku systurstofnunarinnar. Eftirlitið var afar veikburða. Lagðar voru til úrbætur. Í liðinni viku gaf Orkustofnun út leyfi til Landsnets til að byggja ákaflega öfluga raflínu um Reykjanes, svokallaða Suðvesturlínu. Starfssvæði Landsnets er Ísland. Andmæli komu gegn því að svo öflugt mannvirki þyrfti suður með sjó og bent var á vægari leiðir að því markmiði að tryggja raforkuöryggi. Þau andmæli lét Orkustofnun ekki á sig fá en samþykkti í einu og öllu það sem Landsnet lagði fram. Oft er þó rökstuðningurinn rýr og á stundum alveg óskiljanlegur. Á það t.d. við um það þegar Orkustofnun endurtekur upptalningu Landsnets á öllum mögulegum virkjunarkostum skv. rammaáætlun auk núverandi uppsetts afls á Reykjanesi og heldur því fram að til að flytja allt það hugsanlega afl í einhverri óskilgreindri framtíð þá verði að leyfa hina öflugu línu. Þar er ruglað saman hugsanlegri getu til að virkja annars vegar og hins vegar þörfinni fyrir allt rafmagnið í skilgreindri framtíð. Ekki hefur verið sýnt fram á þörfina. Meðal þess sem Orkustofnun á að gæta að er að ekki séu reist flutningsmannvirki sem ekki er þörf á. Þetta er nauðsynlegt eftirlit, þar sem fjárfestingum Landsnets er veitt út í gjaldskrá án aðhalds markaðarins. Til að gegna þessu hlutverki þarf Orkustofnun að leggja sjálfstætt mat á þörf fyrir mannvirki. Það gerði hún ekki í tilviki Suðvesturlínu. Hún rækti því ekki lögbundið eftirlitshlutverk sitt. Þær úrbætur sem lagðar voru til í skýrslu norsku stofnunarinnar árið 2011 hafa því annaðhvort ekki verið gerðar eða ekki borið tilætlaðan árangur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun