Tiger fagnaði sigri á Torrey Pines Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2013 09:15 Mynd/AP Tiger Woods vann sitt 75. PGA-mót á ferlinum í gærkvöldi er hann fagnaði sigri á Farrmers Insurance-mótinu á Torrey Pines-vellinum. Hætta varð leik á sunnudag þegar að Tiger og félagar áttu eftir að spila ellefu síðustu holurnar á lokahringinum. Hann hafði sex högga forystu þegar keppni hófst í gær og náði að halda forystunni allt til loka. Hann endaði á fjórtán höggum undir pari og með fjögurra högga forystu á næsta mann, Brandt Snedeker. Tiger náði þó ekki að spila sitt besta golf í gær. Hann var um tíma með átta högga forystu en missti fjögur högg á síðustu þremur holunum. „Þetta var svolítið ljótt undir lokin. Ég náði ekki að halda einbeitingunni," sagði hann. Aðeins Sam Snead, sem lést árið 2002, hefur unnið fleiri PGA-mót á ferlinum eða 82 talsins. Jack Nicklaus er í þriðja sæti á listanum með 73 sigra. Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods vann sitt 75. PGA-mót á ferlinum í gærkvöldi er hann fagnaði sigri á Farrmers Insurance-mótinu á Torrey Pines-vellinum. Hætta varð leik á sunnudag þegar að Tiger og félagar áttu eftir að spila ellefu síðustu holurnar á lokahringinum. Hann hafði sex högga forystu þegar keppni hófst í gær og náði að halda forystunni allt til loka. Hann endaði á fjórtán höggum undir pari og með fjögurra högga forystu á næsta mann, Brandt Snedeker. Tiger náði þó ekki að spila sitt besta golf í gær. Hann var um tíma með átta högga forystu en missti fjögur högg á síðustu þremur holunum. „Þetta var svolítið ljótt undir lokin. Ég náði ekki að halda einbeitingunni," sagði hann. Aðeins Sam Snead, sem lést árið 2002, hefur unnið fleiri PGA-mót á ferlinum eða 82 talsins. Jack Nicklaus er í þriðja sæti á listanum með 73 sigra.
Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira