Róleg byrjun á Íslandi en kröftug í Bandaríkjunum 29. janúar 2013 14:45 Þeir tæmast fljótt af geymslusvæðunum vestanhafs en hægar hérlendis Talsvert frá meðalsölu hérlendis en 8% yfir í Bandaríkjunum. Nýja árið hefst ekki á samskonar hátt í bílasölu hérlendis og í Bandaríkjunum. Fram til 25. janúar hafa aðeins selst 385 fólksbílar hér og þó að salan færi eitthvað yfir 400 bíla í mánuðinum mun salan ekki ná meðalsölu hvers mánaðar í fyrra. Í fyrra seldust um 7.900 bílar, eða um 660 bílar á mánuði. Hafa verður þó í huga að sala á bílaleigubílum er líklega í lágmarki í byrjun hvers árs, en tekur stökk á vorin. Í Bandaríkjunum er salan 8% meiri en í janúar í fyrra, en bílasala þar vestanhafs í fyrra var mjög góð og þar seldust 14,5 milljónir bíla. Ef salan nú heldur áfram sem horfir gæti hún náð yfir 15 milljónum bíla. Því var reyndar spáð í byrjun árs. Í Bandaríkjunum eru fyrstu tveir mánuðir ársins oftast þeir slökustu í sölu, en vöxturinn frá því í fyrra samt umtalsverður. Vestanhafs hefur Ford og Chrysler gengið mjög vel það sem af er árs og búist við yfir 16% söluaukningu hjá þeim báðum er núverandi mánuður verður gerður upp. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent
Talsvert frá meðalsölu hérlendis en 8% yfir í Bandaríkjunum. Nýja árið hefst ekki á samskonar hátt í bílasölu hérlendis og í Bandaríkjunum. Fram til 25. janúar hafa aðeins selst 385 fólksbílar hér og þó að salan færi eitthvað yfir 400 bíla í mánuðinum mun salan ekki ná meðalsölu hvers mánaðar í fyrra. Í fyrra seldust um 7.900 bílar, eða um 660 bílar á mánuði. Hafa verður þó í huga að sala á bílaleigubílum er líklega í lágmarki í byrjun hvers árs, en tekur stökk á vorin. Í Bandaríkjunum er salan 8% meiri en í janúar í fyrra, en bílasala þar vestanhafs í fyrra var mjög góð og þar seldust 14,5 milljónir bíla. Ef salan nú heldur áfram sem horfir gæti hún náð yfir 15 milljónum bíla. Því var reyndar spáð í byrjun árs. Í Bandaríkjunum eru fyrstu tveir mánuðir ársins oftast þeir slökustu í sölu, en vöxturinn frá því í fyrra samt umtalsverður. Vestanhafs hefur Ford og Chrysler gengið mjög vel það sem af er árs og búist við yfir 16% söluaukningu hjá þeim báðum er núverandi mánuður verður gerður upp.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent